sunnudagur, júlí 22, 2007

Seinni hluti brestur á.

Nú er sumarfríið mitt hálfnað og þess vegna, að sjálfsögðu , skelltum við okkur öll í vinnuna í Latabænum. Það þykir ekki leiðinlegt að fara með mér þangað.

Logi er allur að hressast. Þó er enn í land með að sárin grói, en hætt að vessa.


í dag fórum við svo í Kolaportið. Þurftum að sækja vistir þar sem við erum á leið í Falsterbo og hvítar strendur suður Svíþjóðar og þar er Sindri. Ég hef ákveðið að þar ætlum við að eyða seinni helming sumarfrísins. Með okkar fólki.

Á leiðinni mættum við þessum andarungum með mömmu sinni. 871727474_3a704b569b






Á Austurvelli spilaði Sniglabandið. Birta kallar þetta tónlistarbílinn. Held það sé bein tenging í brúðubílinn.

870876215_5b74babdb7







871723216_4a42ed2d57








Í Kolaportinu var Birta heilluð af Victoria´s Secret básnum. Ég var ekki alveg að fatta nafngiftina á básnum þar sem eingöngu virtust seld þarna barnanáttföt úr eldfimu efni.

Birta er þessi með reiðhjólahjálminn.

Eftir kaup á harðfisk og lakkrís var farið í kaffibolla á Lækjartorgi. Þar tók Birta þessar líka

fínu myndir. Ég held hún sé efni í góðan ljósmyndara.

870871241_bbdf0875a6

871712402_ce236bfc2d







870866713_954b63214d


















Þegar við komum heim kláraði Birta að pakka fyrir ferðalagið á morgun.

Djók.

Þetta fannst henni eingöngu nauðsynlegt að pakka fyrir ferðina:

Dót og aftur dót!
En þegar betur var að gáð kippir henni í kynið og hafði hún pakkað nokkrum pörum af skóm niður líka.

En við erum tilbúin í slaginn og okkur hlakkar til ferðalagsins. Það eina sem þarf er að lauma nokkrum flíkum ofaní töskuna hennar Birtu.