Þetta hafa verið framkvæmdirnar svona meira og minna.
Svona var eldhúsið:


Og svona er eldhúsið núna:



Við rifum alla veggi og arininn - fengum inn alveg geggjaða eldhúsinnréttingu sem nær alveg yfir húsið og engir efriskápar. Inní gatið þarna eiga að koma hillur og draumurinn er að í framtíðinni getum við fengið okkur ísskáps-skúffur og þá fer þessi stóri ísskápur og þar kæmi vinnuborð og efriskápar þeim megin.
Svona var stofan:



Og svona er stofan núna:


Aftur allir veggir rifnir og á gólfið er kominn yndislegur linolium dúkur sem fór á allt húsið
- bara hör og olía undir löppunum á okkur!
Svona var baðherbergið:





Svona er baðherbergið núna:






Við rifum skápa út og færðum hurðina á baðherbergið bjuggum til sturtuklefa úr skápunum og færðum bæði klósett og bað og vask. Vaskborðið er eins og eldhúsinnréttingin, bara aðeins ódýrari útfærsla. Við eigum eftir að flísaleggja framan á baðið en það má ekki fyrr en við erum viss um að ekkert leki...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli