laugardagur, nóvember 25, 2006

úps


Á leiðinni heim úr föndri brotnaði einn kertastjaki og öll jólakortin týndust.


En jólin koma nú samt. Ekki satt? Posted by Picasa

Jólaföndur


Það var margmenni í jólaföndri hjá Vesturbæjarskóla

Logi dundaði sér við jólakort...


... meðan Birta fjöldaframleiddi gjafabækur, jólakort, kertastjaka og konfekt. Posted by Picasa

Selma er æði


Ástrós og fjölskylda eru búin að fá sér hund sem er tík.
Hér eru Birta, Sindri og Snorri að kela við hana Selmu.


Selma er æði.

Það eru fiskarnir líka; algjört æði.
Hér sýnir Ástrós Loga fiskana. Posted by Picasa

Tjörnin í klakaböndum

 Posted by Picasa

Fuglarnir svangir


Þegar gæsirnar föttuðu að við vorum ekki með neitt brauð á okkur
snéru þær í okkur baki.

Logi vildi líka fá brauð og fannst súrt að við værum að hafa áhyggjur af fuglunum meðan
garnirnar gauluðu í honum.


Sindri skipulagði björgunarleiðangur en vegna þess að þetta var snemma á laugardagsmorgni var allt lokað og ekkert gamalt brauð að finna. Posted by Picasa

Tilvonandi alþingismaður?

 Posted by Picasa

Tjörnin frosin


Sindri vildi að við styttum okkur leið yfir tjörnina

hún er öll gaddfreðin
En Birtu leist ekkert á það
þannig að við löbbuðum hringinn. Posted by Picasa

sleðaferð


Sindri dró Birtu á sleða

Hér erum við í Hallargarðinum.


Mamma ýtti Loga á annarskonar faratæki.
Hann fékst ekki til að setjast á sleðann. Posted by Picasa

Stórfjölskyldan

Loksins öll samansöfnuð

gengilbeina á veitingastað tók þessa mynd.
Ég hallast að því að þetta sé fallegasta mynd í heimi... Posted by Picasa


... og Logi glaðasta barn í heimi. Posted by Picasa

Snjórinn er kominn




Keyrt í gegnum Reykjavík
 Posted by Picasa