fimmtudagur, janúar 10, 2008

Konum finnst líka gott að ...

ai.php?filename=vikan_for_2 Hún er bara svo falleg þessi kona. (Já, aldrei er góð vísa of oft kveðin... ) Hún nafna mín Elísabet. Skemmtilegt viðtal við hana í nýrri Viku og ekkert smá flottar myndir.

Úrdráttur úr viðtalinu við EKJ, sem er tekið af Björk Eiðsdóttur.

" Karlmenn geta ekki tekið kynhvötina og eignað sér hana og eins getum við konur ekki þóst vera einhverjar nunnur og reynt endalaust að þóknast karlinum."

Tær snilld. Meistari Elísabet.

Í þessu tölublaði Vikunnar er líka greining á persónu fólks útfrá uppáhalds morgunverði. Mjög vísindalegt.

Ég hlýt að teljast dularfull og fágæt. Því það stendur akkúrat ekkert um fólk hvers uppáhalds morgunverður er tvöfaldur latte með extra mjólk.

Ég hafði gaman af einu húsráði fyrir heilsuna sem finna má í þessu eintaki; "Kreistið safa úr hálfri sítrónu upp í augun og þið munuð gleyma öllum fjárhagsáhyggjum - um stund." Trúi því alveg.

Kata vinkona á afmæli í dag. Við fórum á 10 dropa og fengum okkur afmæliskökur. Yndisleg kaffistofa í kjallara á Laugaveginum. Selja frábærar kökur, og mína uppáhalds sem er heit súkkulaðikaka í kaffibolla. hmmmmmmm. Aftur; TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KATA!




Ég og Birta erum algerir snillingar saman í eldhúsinu. Síðasta afrekið okkar var að baka besta rúgbrauð í heimi. Bakað í bakaraofni í 9 klukkutíma - í Quality Street-dollunni sem við tæmdum af konfekti yfir hátíðirnar. Svona mega stór dolla.

Hráefni:

1 líter AB-mjólk
5 dl spelt mjöl, gróft
10 dl rúgmjöl
2,5 dl kornblanda, t.d. 3.korna
2 tsk. vínsteins-lyftiduft
2 tsk. salt
2 tsk. matarsóti
400 gr. sýróp
Hræra kornblönduna útí ab-mjólkina til þess að mýkja það aðeins og síðan matarsótann
út í. Rest af þurrefnum blandað saman og blöndunni hrært útí.

Sýrópið velgt í vatnsbaði og síðan hrært í deigið.

Nammi dollan smurð vel, bakað við 200° C í 10 mínútur hitinn þá lækkað niður í 100°C og bakað í 9 klukkutíma.

Við vöknuðum við yndislegan rúgbrauðsilm. Við viljum meina að það sé besta brauð í heimi.

Annars keypti ég fleiri blöð í dag. Keypti líka Séð&Heyrt, vegna þess að þar er að finna mynd af honum Sindra syni mínum að brake'a. Mikið finnst mér þetta ómerkilegur og illgjarn snepill. Gat samt ekki látið vera að kaupa hann útaf myndinni af Sindra. En, vá. Er einhver virkilega að kaupa þetta rusl reglulega? Einkalíf og tilfinningar fótum troðnar. Það er Eiríkur Jónsson sem treður. Ég er eiginlega miður mín að hafa sett pening í þetta. En las ekki blaðið áður en ég keypti það. Sá bara þessa yndislegu mynd af breakurunum.

Ég keypti mér líka enn eina dagbókina. Í þeirri von að hún geri mig skipulagðari í ár. Á nokkrar svona dagbækur. Byrjar alltaf voða vel. Janúar og febrúar fram í kannski miðjan mars eru allir fundir og allar uppákomur skráðar. Tannlæknaheimsóknir og svo bara ónotaðar síður - fram í desember. Þá fatta ég í paník að ég hef ekki verið að standa mig. Skipulegg desember óaðfinnanlega. Eiginlega eingöngu til að réttlæta kaup á nýrri bók í janúar... Oj, jæja. Einhvernvegin hefur mér nú samt tekst að komast í gegnum allt árið þó síður bókanna séu tómar.

Skráði samviskusamlega frumsýningu 16.janúar - og komu móður minnar í mars. Jibbýjæ mamma er að koma. Partý, bæði hjá Garún, Völu og hafmeyjunum, einnig öll samviskusamlega skráð. Ég held ég sé að píka í félagslífinu. Ekki vanþörf á að komast í góðan vina hóp eftir að hafa verið grafin niðrí kjallara með tölvu í nokkuð langan tíma.

L. - Hæ