sunnudagur, ágúst 05, 2007

Grautur í haus

stolÉg lagði það á mig um helgina að afsanna þá kenningu að drykkja á hreinu vodka væri betra fyrir mann en önnur drykkja. Reyndar blandaði ég saman vodkategundum - íslenskt Reykjavodka tók við þegar Stolichnaya flaskan var búin. En tel þó sannað að magnið sé það sem setji graut í hausinn, ekki tegundir.

Lappaði uppá sjálfa mig með góðri sundferð og gufu. Sakna Sindra sem er enn í góðu yfirlæti í Falsterbo.
Hér er gömul mynd af honum í sundi.


Og p.s.

happathrenna_boxvirkar ekki.