þriðjudagur, júní 19, 2007

19.júní bleikur!

xmalum-baeinn-bleikan

Þann
19. júní fögnum
við því að hátt í hundrað
ár eru síðan konur fengu kosningarétt á
Íslandi. Allir sem styðja jafnrétti eru hvattir til
að klæðast bleiku eða bera eitthvað bleikt þennan
dag.

10:00 Afhending Bleiku steinanna, hvatningarverðlauna Femínistafélagsins
13:00 Opið hús á Jafnréttisstofu, Borgum á Akureyri
16:15
Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings.
Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík, gengið verður um Þingholtin
og Kvosina og endað á Hallveigarstöðum
17:15 Hátíðardagskrá í
samkomusal Hallveigarstaða í boði Kvenréttindafélags Íslands,
Kvenfélagasambandsins og Bandalags kvenna í Reykjavík. Ávörp flytja
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní
18:00 Veitingar og kaffispjall á Hallveigarstöðum
20:30
Kvennamessa Kvennakirkjunnar í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands
og Kvenfélagasamband Íslands. Messan er haldin við þvottalaugarnar í
Laugardal
22:00 Samkoma Ungliðahóps Femínistafélagsins á Cultura, Hverfisgötu

Kvenréttindafélag Íslands dreifir tímaritinu 19. júní frítt
UNIFEM selur bleik armbönd til styrktar kvennamiðstöðvum í Afganistan

Aðstandendur Málum bæinn bleikan eru:
Bríet,
Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót, Femínistafélag Íslands,
Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Samtök um Kvennaathvarf,
Kvennasögusafn, Kvennakirkjan, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræði
(RIKK) og UNIFEM

19jun_banner_500px

19. júní er 170. dagur ársins (171. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 195 dagar eru eftir af árinu.


Borðar sem þú getur notað til að setja á
vefsíður.

Settu eftirfarandi html kóða í bloggið þitt
eða vefsíðuna þína.



<img src="http://www.feministinn.is/myndir/19juni2004/19jun_banner_500px.gif">




<img src="http://www.feministinn.is/myndir/19juni2004/19jun_banner_180px.gif">




<img src="http://www.feministinn.is/myndir/19juni2004/malum_baeinn_banner.gif">



Borðarnir eru hannaðir af Salvör Gissurardóttir femínistasnilling.

Já og svo auglýsingin sem ég, Kata og Sóley Stefáns gerðum!




Ef þið viljið setja hana inná síðuna ykkar er kóðinn:

<object
width="425" height="350"><param name="movie"
value="http://www.youtube.com/v/VAtPqC8Evpg"></param><param
name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/VAtPqC8Evpg"
type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="425"
height="350"></embed></object>

sunnudagur, júní 17, 2007

Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei

Já 17.júní.

Byrjaði ágætlega í morgun með blóm fyrir Jón. Þessi fjölskylda var samt ekki nógu skipulögð til að fylgja dagskránni. Kom sér af stað um hádegisbilið.

P1010367

Birta var hátíðleg og blessaði fyrsta forseta lýðveldisins á sinn eigin sérstæða hátt. Held hún eigi alltaf eftir að kjósa eftir ræðuna sem hún fékk frá mömmu sinni um sjálfstæði og lýðræði.

Það er svo indælt að ganga í gegnum gamla kirkjugarðinn. Hann er svo fallegur. Og friðsæll.

P1010326

Síðan indæll tími niðrá Lækjartorgi. Hæfilega mikið af fólki. Kaffi og candyfloss. Sykur þynntur út með litarefnum. Algjörlega við hæfi skemmtunarinnar sem tók við eftir hádegið. Skemmtun í "boði" hinna ýmissa félagasamtaka og fyrirtækja.

P1010327

P1010320

Yfir okkur flæðir íbízatónlist og biðraðir í hoppukastala á uppsprengdu verði. Alger sjoppa.

Meira að segja börnin hafa fengið nóg og voru ekki að tapa sér úr hrifningu. Ekki einu sinni var sníkt blaðra eða fáni. Sem er ótrúleg upplifun því þessum börnum tekst að sníkja hvað sem er útúr mér. Var barasta enginn áhugi á 17.júní pródúkti í mínum hóp. Ekki farið í einn einasta hoppu eitt eða neitt. Nada. Enda orðinn góður troðningur.

Flúðum í kaffi hjá vinafólki. Bláber og jarðaber. Og popp. Hopp á túninu.

P1010339 P1010348

Á heimleiðinni skoðuðum við gömlu bílana á tjarnarbrúnni. Það var gaman. Logi var samt hrifnastur af löggubílunum.

P1010364 Nú er ég að undirbúa hátíðarkjúkling. Royal búðingur í eftirrétt. Gat ekki fundið uppá neinu þjóðlegra. Royal karamellubúðingur með þeyttum rjóma. hmmmmm.

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Mikið er ég stolt.

Hún Steinunn vinkona mín fékk fálkaorðuna í dag.

Ein af þessu fáu, ef ekki einu, ungu konum sem hefur hlotnast sú viðurkenning. Steinunn hefur unnið ötullega í þágu íslenskrar hönnunar og gert það vel. Ég er afskaplega stolt af henni.

subj5428-0021

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af hönnun hennar árið 2005.

Það er hún Anna Kristín sem ber hönnun Steinunnar á þessum myndum.