Já 17.júní.
Byrjaði ágætlega í morgun með blóm fyrir Jón. Þessi fjölskylda var samt ekki nógu skipulögð til að fylgja dagskránni. Kom sér af stað um hádegisbilið.
Birta var hátíðleg og blessaði fyrsta forseta lýðveldisins á sinn eigin sérstæða hátt. Held hún eigi alltaf eftir að kjósa eftir ræðuna sem hún fékk frá mömmu sinni um sjálfstæði og lýðræði.
Það er svo indælt að ganga í gegnum gamla kirkjugarðinn. Hann er svo fallegur. Og friðsæll.
Síðan indæll tími niðrá Lækjartorgi. Hæfilega mikið af fólki. Kaffi og candyfloss. Sykur þynntur út með litarefnum. Algjörlega við hæfi skemmtunarinnar sem tók við eftir hádegið. Skemmtun í "boði" hinna ýmissa félagasamtaka og fyrirtækja.
Yfir okkur flæðir íbízatónlist og biðraðir í hoppukastala á uppsprengdu verði. Alger sjoppa.
Meira að segja börnin hafa fengið nóg og voru ekki að tapa sér úr hrifningu. Ekki einu sinni var sníkt blaðra eða fáni. Sem er ótrúleg upplifun því þessum börnum tekst að sníkja hvað sem er útúr mér. Var barasta enginn áhugi á 17.júní pródúkti í mínum hóp. Ekki farið í einn einasta hoppu eitt eða neitt. Nada. Enda orðinn góður troðningur.
Flúðum í kaffi hjá vinafólki. Bláber og jarðaber. Og popp. Hopp á túninu.
Á heimleiðinni skoðuðum við gömlu bílana á tjarnarbrúnni. Það var gaman. Logi var samt hrifnastur af löggubílunum.
Nú er ég að undirbúa hátíðarkjúkling. Royal búðingur í eftirrétt. Gat ekki fundið uppá neinu þjóðlegra. Royal karamellubúðingur með þeyttum rjóma. hmmmmm.
Gleðilegan þjóðhátíðardag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli