laugardagur, júní 18, 2005
í morgun fórum við Birta og tókum þátt í því að leggja blóm við leiði nokkurra merkiskvenna í gamla krikjugarðinum. Þannig vildum við minnast þess mikla kvenréttindastarf sem þessar konur unnu okkur í hag. Meðal þeirra sem heiðraðar voru er Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindafrömuður.
Posted by Hello
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Haustið 1887 fluttist Bríet til Reykjavíkur. Hún byrjaði að kenna börnum í heimahúsum þar sem konur voru enn ekki farnar að kenna við barnaskólana. Þá um veturinn, nánar tiltekið 28. desember hélt Bríet svo sinn fyrsta fyrirlestur sem var líka fyrsti fyrirlestur sem kona hélt á Íslandi og kallaðist hann Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna. Þóttu það mikil tíðindi hér á landi að kona skildi voga sér að halda fyrirlestur. Haustið 1888 giftist hún þáverandi ritstjóra Fjallkonunnar, Valdimar Ásmundssyni. Eignuðust þau tvö börn, Laufeyju og Héðinn. Árið 1895 stofnaði Bríet fyrsta kvennablaðið hér á landi og gaf hún það sjálf út til ársins 1919. Bríet hafði um langa ævi forustu í baráttu kvenna til náms, kosningaréttar og kjörgengis og opinberra starfa. Hún var fyrsti formaður Kvenréttindafélags Íslands, þ.e. frá árinu 1907-1928. Hún var um skeið bæjarfulltrúi í Reykjavík. Bríet lést í Reykjavík 1940.
Posted by Hello
Birta tók með sér blóm að heiman - svona just in case. Við lögðum þau síðan á leiði ljósmóður sem hét Sesselía.
Posted by Hello
Vinirnir Viktor og Sindri eftir langan aðskilnað - þeir þoldu þó ekki lengi við útí garði og laumuðust inn í tölvuna.
Posted by Hello
Sigrún og Fredrik eftir að Sigrún tilkynnti að hún ætlaði að koma aftur til Íslands á afmælinu mínu...
Posted by Hello
föstudagur, júní 17, 2005
Hér er Birta með ömmu og afa. Himinlifandi eins og mamma að sleppa við kösina niðrí bæ!
Posted by Hello
Hér eru Birta og Logi saman með afa að bíða eftir pabba sem var á leiðinni frá Stokkhólm. Hann kom í tæka tíð fyrir kvöldmat og var afskaplega glaður yfir bréfinu hennar Birtu.
Posted by Hello
Isabella og Amanda!
Það er frábært að lesa skilaboðin frá ykkur. Við söknum ykkar alveg ferlega mikið!
Hér er Amanda, Anna, Isabella og Adrian.
Posted by Hello
Hér er Amanda, Anna, Isabella og Adrian.
Posted by Hello
fimmtudagur, júní 16, 2005
Það var ekki nokkur leið að mynda hana - en það er komin tönn!!!!!!!
Og þó á hann Logi enn tvo daga í 6 mánuðina...
Posted by Hello
Hingað komu tvær gallvaskar stúlkur og slógu garðinn undir dyggri verkstjórn Birtu. Þetta var liður í fjáröflun fótboltastelpnanna í KR en þær eru að fara erlendis að keppa.
Posted by Hello
Þetta er hann Hermann bróðir minn - hann er snillingur og bjargaði mér alveg meiri háttar í dag. (Takk alveg rosalega fyrir hjálpina Hermann!) Hér er hann með yngstu dóttur sína Júlíu Aiyavee. En hann á tvo drengi í viðbót og yndislega konu. Þau búa í Svíþjóð.
Posted by Hello
Og hér sést í bakið á Kanakorn hans Hermanns
með Júlíu og Anna litla frænka situr með.
Posted by Hello
þriðjudagur, júní 14, 2005
Gler í fót
Það var ævintýrakvöld hjá Hávallagenginu.
Sindri braut glas uppí herberginu sínu og í stað þess að þrífa upp og ryksuga - labbaði hann yfir það og fékk þessa myndarlegu glerflís í löppina.
Fyrst reyndi mamma að toga hana út, án árangurs né aukinna vinsælda...
Þá var brunað með drenginn, Birtu og Loga uppá slysó. Þar biðum við í 2 klukkutíma, þá kom pabbi og sótti Birtu og Loga en mamma og Sindri héldu á vit ævintýra þar sem við sögu komu risavaxinn sprauta, skurðhnífur og töng. Þetta var hvorki Sindra né mömmu skemmtileg reynsla en þegar við komum heim eftir 3 tíma dvöl laumaðist sú ósk að gömlu kerlingunni að sumir yngri hefðu lært eitthvað af þessu öllu saman - jeh right...
Sindri braut glas uppí herberginu sínu og í stað þess að þrífa upp og ryksuga - labbaði hann yfir það og fékk þessa myndarlegu glerflís í löppina.
Fyrst reyndi mamma að toga hana út, án árangurs né aukinna vinsælda...
Þá var brunað með drenginn, Birtu og Loga uppá slysó. Þar biðum við í 2 klukkutíma, þá kom pabbi og sótti Birtu og Loga en mamma og Sindri héldu á vit ævintýra þar sem við sögu komu risavaxinn sprauta, skurðhnífur og töng. Þetta var hvorki Sindra né mömmu skemmtileg reynsla en þegar við komum heim eftir 3 tíma dvöl laumaðist sú ósk að gömlu kerlingunni að sumir yngri hefðu lært eitthvað af þessu öllu saman - jeh right...
Hér er fallega gamla nýja ónýta húsið okkar séð frá húsinu okkar - já þetta er flaggstöng!!
Posted by Hello
Máni og Anna komu í heimsókn í gærkveldi. Anna er að æfingakeyra og ég fæ að aka með henni.
Posted by Hello
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)