Það var ævintýrakvöld hjá Hávallagenginu.
Sindri braut glas uppí herberginu sínu og í stað þess að þrífa upp og ryksuga - labbaði hann yfir það og fékk þessa myndarlegu glerflís í löppina.
Fyrst reyndi mamma að toga hana út, án árangurs né aukinna vinsælda...
Þá var brunað með drenginn, Birtu og Loga uppá slysó. Þar biðum við í 2 klukkutíma, þá kom pabbi og sótti Birtu og Loga en mamma og Sindri héldu á vit ævintýra þar sem við sögu komu risavaxinn sprauta, skurðhnífur og töng. Þetta var hvorki Sindra né mömmu skemmtileg reynsla en þegar við komum heim eftir 3 tíma dvöl laumaðist sú ósk að gömlu kerlingunni að sumir yngri hefðu lært eitthvað af þessu öllu saman - jeh right...
þriðjudagur, júní 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli