laugardagur, mars 01, 2008

Það er ódýrt að misþyrma konu.

Í gær féll dómur í máli þar sem maður er kærður fyrir að misþyrma vinkonu minni. Hann barði hana í spað. Hún lenti inná sjúkrahúsi. Fyrir utan líkamleg og andleg sár varð hún fyrir fjárhagslegu tjóni þar sem hún var ekki vinnufær í nokkurn tíma eftir ofbeldið.

Og í gær féll dómurinn. Hann er dæmdur sekur. Það er viðurkennt að hann hafi misþyrmt vinkonu minni og valdið henni tjóni. Hann fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og gert að greiða henni 150.000 kr.

Ánægja okkar er ekki mikil. Okkur er samt tjáð að þetta sé mikill sigur. Það hefðu ekki brotnað nein bein og eins líklegt að hann yrði ekki dæmdur sekur. Mikill sigur.

Mér er pínu óglatt. Ef vinkona mín hefði verið kall og annar kall, hefði á netinu eða á riti, kallað hana rasista, geðveika eða fallna hefði hún fengið bætur sem hefðu dekkað tekjutapið sem hún varð fyrir vegna barsmíðanna.

Ég gef skít í þetta kerfi. Það er ekki að vernda hagsmuni mína eða annarra kvenna. Virðing mín fyrir því er engin og ég mun ekki hlíta boðum þess. Ég ætla að treysta á sjálfa mig, vinkonur mínar og skapa mitt eigið kerfi. Over and out.

föstudagur, febrúar 29, 2008

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Mustang

Snillingarnir í BB&BLAKE með nýtt myndband fyrir Mustang. Vera og Maggi eru bara flottust; I'm taking the car....

Check out this video: Mustang
Makalaust!

Greinilega makalaus samkoma hjá netþjónabúinu við Keflavíkurvöllinn...

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Nostalgía

ókey. Þetta er sérstaklega fyrir ömmur og afa ...
Ég hélt ég hefði týnt þessu vídeói, en þá hef ég einhvertímann sett það á youtube (clever me), og fann það aftur núna.

Þetta er Birta 3-4 ára að syngja. Og hún söng alltaf frumsamið... Ekkert sérstaklega góð myndgæði enda tekið á síma ef ég man rétt.
Er ég í krúttkasti - ójá. "Ég vil bara elska mína..."

mánudagur, febrúar 25, 2008

Bitch Is The New Black

Tina Fey segir allt sem segja þarf!

Uppfærsla; NBC fer um netið og hreinsar burt allar ólöglegar upptökur af efni frá þeim. Hægt er að nálgast innslag Tinu Fey hér í boði NBC!