fimmtudagur, janúar 17, 2008

Frumsýning og sleðaferð

Frumsýningin á Brúðgumanum tók með eindæmum vel. Frábær salur.

Hér er hluti hópsins sem kom að myndinni. Vantar þarna bæði systurnar Lísu og Ilmi og Bjólu og Möggu Vilhjálms og Kjartan Kjartans.

Ekki skemmdi fyrir að ég var búin að fjárfesta í nýjum japönskum ullarkjól. Þó hann sjáist ekki á þessari mynd. Ég er hárbrúskurinn sem gægist þarna upp milli Ólafs og Hilmis.

Eftir frumsýningu var haldið niðrá B5 þar sem boðið var uppá tapas og þetta líka fína rauðvín. Í þessum veisluhöldum varð mér ljóst að nýi fíni kjóllinn er ekki gallalaus. Áður en ég vissi af var hann búinn að draga mig uppá borð að dansa. Þröngvaði mér til að halda ræður og tjá ást mína á öllum þeim sem rákust nær mér og kjólnum. Sussum svei hvað svona kjólar geta verið erfiðir.

Tók mér frí frá vinnu í dag og svaf. Tók svo á honum stóra mínum og fór niðrí kjallara og fann snjósleðann. Arkaði að sækja Birtu og saman drógum við Loga heim.

Ég gleymdi auðvitað myndavélinni heima en smellti nokkrum myndum á símann minn.

Í bakgrunni, myndarinnar hér að ofan, glittir í Drafnarstíg hennar Jóhönnu Kristjóns. Eitt af okkar uppáhalds húsum í bænum. Á Landakotstúninu fundum við þetta frábæra snjóhús.

Logi og Birta komust bæði fyrir í húsinu. Það var orðið ansi kalt þegar samþykkt var að kveðja húsið og halda heim.

Þegar heima fengum við okkur heitt kakó og fíkjukex með barnatímanum.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Fyrirgefið.

En er bara of upptekin af því í hverju ég á að vera. Hef engan tíma í blogg.

Kjóll? Stutt eða sítt? Gallabuxur? Gull eða silfur? Kórónu? Veldissprota? Já, mér líst vel á veldissprota.

Frumsýning í kvöld og mikið hlakka ég til. Og klikkað stressuð. Efalaust best að klæða sig vel og hlýtt. Og drekka ótæpilega af kaffi til að geta vakað fram á nótt.

Eða "As you can see there is sea all around this island!"