Hún systirdóttur mín, Anna Mathilda Hultén, er frábær og ég er að springa úr stolti yfir henni í dag.
Í Trelleborgsallehanda er viðtal við hana, og vinkonur hennar, í tilefni dagsins.
Hún Mathilda er lengst til vinstri á myndinni. Eins og snýtt útúr systur minni þessi elska.
Það er sorglegt að þessar ungu stúlkur skulu ekki sjá fyrir sér fullkomið jafnrétti í framtíðinni vegna þess að karlar séu ekki til í að gefa eftir vald sitt. Við ættum öll að velta því aðeins fyrir okkur.