fimmtudagur, mars 08, 2007

Að springa úr stolti!

Hún systirdóttur mín, Anna Mathilda Hultén, er frábær og ég er að springa úr stolti yfir henni í dag.

Í Trelleborgsallehanda er viðtal við hana, og vinkonur hennar, í tilefni dagsins.

matthilda
Hún Mathilda er lengst til vinstri á myndinni. Eins og snýtt útúr systur minni þessi elska.

Það er sorglegt að þessar ungu stúlkur skulu ekki sjá fyrir sér fullkomið jafnrétti í framtíðinni vegna þess að karlar séu ekki til í að gefa eftir vald sitt. Við ættum öll að velta því aðeins fyrir okkur.

Blog Against Sexism Day

mánudagur, mars 05, 2007

AMMÆLI!!!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!

Hann sonur minn á afmæli í dag. Frumburðurinn sjálfur. Hann fæddist á bolludag. Það var bolludagur 5.mars 1984. Enginn bolludagur í dag, en ég baka kannski nokkrar - svona fyrir nostalgíuna.

Hann sonur minn er orðinn svo gamall, þessi elska, að hann er að heiman á afmælisdaginn sinn. Frétti síðast af honum í Yazd, sem er fræg fyrir 3000 ára sögu sína. Yazd er að ég held ein elsta og sögufrægasta borg Íran, umkringd eyðimörk.

Hér er hægt að fylgjast með ferðalagi hans um Íran með ömmu sinni.