miðvikudagur, janúar 23, 2008
mánudagur, janúar 21, 2008
Mér er misboðið.
Ég var að vinna í nótt - Mustang gaman með Veru - og sofnaði um leið og ég kom heim úr vinnu (uppúr kjallaranum) í dag. Vakna við þennan sirkus. Mér er svo misboðið. Ég er alvega orðlaus.
Þetta er svo siðlaust. Hér stjórna ekki málefnin heldur persónulegur metnaður og valdagræðgi.
Hvernig Ólafur F. vogar sér að koma fram ásamt 7 fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og tala um samstarf á jafnréttisgrundvelli. Ég kem aldrei til með að viðurkenna þennan mann sem borgarstjóra. Og kem aldrei til með að losna við kjánahrollinn sem tengist nú þessum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem stóðu að baki honum.
Hér er velferð borgarinnar ekki höfð að leiðarljósi. Og ekki lýðræðið.
-Og hvað með aumingja manninn sem á að gera styttur af öllum þessum borgarstjórum!? Sá hlýtur að vera að tapa sér núna!