laugardagur, mars 15, 2008

Er þetta fucking ögrun...

Maður sem hrindir við öðrum manni sem er að áreita kærustu hans fær sama dóm og Pétur Heiðar Þórðarson fékk fyrir að berja höfði vinkonu minnar ítrekað, með miklu afli, utan í vegg. Fórnarlambið (sic) fær dæmdar sömu miskabætur og hún Julie. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki í lagi með hann Pétur Heiðar. En hef satt að segja miklu, miklu meiri áhyggjur af héraðsdómurum reykjavíkur. Ég held að við þurfum virkilega að rífa allt þetta kerfi niður til að geta byggt upp nýtt og heilbrigt kerfi. Þetta er ekki í lagi.

mynd
af visi.is

Er einhver til í að giska hvað þarf marga fjölmiðlafulltrúa til að sýna okkur fram á að það sé eitthvað réttlátt samhengi í þessum dómum!?

föstudagur, mars 14, 2008

Hugsanleg lausn...

... á óréttinu sem felst í dómum ofbeldismanna og níðinga er þá hver? - Að ákæra mæður þeirra?

Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann.

Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með Aspergerheilkenni. Stúlkunni hafði í nóvember 2005 sinnast við bekkjarfélaga sína og farið inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn ætlaði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á anditi hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi.

Kennarinn stefndi bæði stúkunni og Seltjarnarnesbæ fyrir hönd skólans vegna slyssins. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms segir, að stúlkan, sem var nýorðin 11 ára þegar þetta gerðist, hafi þekkt muninn á réttu og röngu og ekkert í málinu bendi til þess að fötlun hennar hafi skert dómgreind hennar eða að vitsmunaþroski hennar hafi verið minni en almennt hjá börnum á sama aldri.

Þá segir í dómnum, að ekkert liggi fyrir um það í málinu að stúlkan hafi ætlað sér að skella hurðinni á kennarann heldur sé líklegra að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni hafði sinnast við skólabræður sína. Á hinn bóginn hafi henni mátt vera ljóst, að sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli væri hættuleg og hún hlyti að gafa gert sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú háttsemi gat haft í för með sér. Því beri stúlkan skaðabótaábyrgð á tjóni kennarans.

Skólinn var sýknaður af kröfu um skaðabætur þó að matsmaður hafi talið að klemmivörn á hurðinni hafi ekki komið í veg fyrir að hún skall á höfði kennarans. Dómurinn taldi hurðina uppfylla öryggiskröfur í lögum.

af mbl.is

Hvernig getur móðir borið ábyrgð á barni meðan það er í skólanum? Erum við virkilega að senda börnin okkar ábyrgðarlaus í skólann?

Ekki verður þessi dómur til að enduruppbyggja trú mína á dómskerfið. Hvað ætli taki marga fjölmiðlafulltrúa til að fá okkur til að skilja þennan dóm?

þriðjudagur, mars 11, 2008

Persónuleg árás.

Ég mun héðan í frá taka allri kvenfyrirlitningu sem persónulegri árás. Og bregðast við henni sem slíkri. Sem kona hafna ég því að hægt sé að réttlæta kaup á mér. Sem skinsöm manneskja hafna ég því að kynlífsfantasíur réttlæti ofbeldi á konum.

mánudagur, mars 10, 2008

Vilji er allt sem þarf.

Það var flott að sjá þessar sterku konur sem heimsóttu Mannamál í gærkveldi, þær Hlíf og Bergrúni.

Við verðum að fara að aflétta skömminni af fórnarlömbum heimilisofbeldis. Það er þeirra að bera höfuðið hátt og ofbeldismannanna að taka við skömminni. Það var sú ímynd sem ég fékk af þessum konum; með höfuðið hátt, í dag frjálsar en ofbeldismenn þeirra eiga enn eftir að taka út opinbera skömm og alveg bannað að nafngreina þá. Ef þessar flottu konur gerðu það ætti þær yfir höfði sér þyngri dóma en þessir kallar nokkur tímann fyrir ofbeldið sem þeir beittu þær árum saman. Þetta er réttlæti íslenska dómsvaldsins í dag. Ekki mitt réttlæti.

Konurnar í Mannamáli skipta mig miklu máli; þær ganga í fararbroddi og ryðja vegin fyrir fleiri og fleiri konur til að stíga fram og segja sögu sína.

Jón Steinar steig líka fram. Sjálf sá ég ekki ljómann í því. Eigum við, svona til að byrja með, að samþykkja það slæmt að dómari eigi erfiðara með að hlusta en að tala!? Af hverju var hann þá að sækja í dómara starfið?

Ég veit heldur ekki hvað þarf marga fjölmiðlafulltrúa til að réttlæta misréttið innan dómstóla landsins. Dómarar hafa svosem heldur ekkert verið þegjandi. Á vef dómstólanna má finna greinar sem er ætlað að réttlæta væga dóma í kynferðisbrota- og ofbeldisdómum. Réttlætingin er í hnotskurn sú að dómurum ber skilda að fara eftir lögum, reglum og hefðum og við hin skiljum þetta barasta ekki.

Nei, ég skil það ekki. Ég kaupi það ekki heldur. Vilji er allt sem þarf og þrátt fyrir breytingar á lögum undanfarin ár hefur vilji dómstólana til að tileinka sér auknar heimildir til refsihækkunar í ofbeldismálum sýnt sig lítill sem enginn.

Væri ekki nær að vinna hörðum höndum við að bæta þetta gallaða réttarkerfi okkar heldur en að eyða meira púðri í að réttlæta óréttlætið. Kona spyr sig.

Nú er það ekki þannig að ég sé eitthvað sérstaklega refsiglöð. Finnst t.d. alls ekki að börn eigi að sitja í fangelsi, sama hver glæpurinn er. -ólíkt þeim herrum sem sitja í forsvari dómsmála í dag.

En ég tel það nauðsynlegt að dómar yfir fullorðnu fólki endurspegli alvarleika glæpsins.