laugardagur, mars 29, 2008

Upprisin.

Ég er búin að vera með flensu. Bhuhu. En nú er ég upprisin. Þá er bara að vinna upp tímann sem fór í höfuðverk og hita. Vinna vinna vinna. Luvit.

Allir eru að vinna verðlaun í kringum mig. Elísabet Jökuls vann meira að segja tvö og önnur voru Rauða hrafnsfjöðrin eins og merk kona hafði faktískt spáð fyrir hér á blogginu.... ;)

Vera Sölvadóttir vann líka verðlaun. Hún fékk AIFA verðlaunin sem besti ný skandínavíski kvikmyndagerðarmaðurinn. Húrra fyrir báðum þessum snillingum. :)

Annað og hryllilegra og sorglegra -
Ég get ekki látið vera að pósta þessu vídeói. Svo skelfilega sorglegt að fólk beiti börn ofbeldi eða horfi aðgerðarlaust á. Við megum aldrei láta slíkt óáreitt. Og dómar eiga svo sannarlega að endurspegla alvarleika slíks ofbeldis. En mikilvægast er að byggja upp samfélag sem kemur í veg fyrir að ofbeldi á barni geti viðgengist án viðeigandi íhlutunar. Samfélagið ber ábyrgð á öllum börnunum sínum.