laugardagur, mars 29, 2008

Upprisin.

Ég er búin að vera með flensu. Bhuhu. En nú er ég upprisin. Þá er bara að vinna upp tímann sem fór í höfuðverk og hita. Vinna vinna vinna. Luvit.

Allir eru að vinna verðlaun í kringum mig. Elísabet Jökuls vann meira að segja tvö og önnur voru Rauða hrafnsfjöðrin eins og merk kona hafði faktískt spáð fyrir hér á blogginu.... ;)

Vera Sölvadóttir vann líka verðlaun. Hún fékk AIFA verðlaunin sem besti ný skandínavíski kvikmyndagerðarmaðurinn. Húrra fyrir báðum þessum snillingum. :)

Annað og hryllilegra og sorglegra -
Ég get ekki látið vera að pósta þessu vídeói. Svo skelfilega sorglegt að fólk beiti börn ofbeldi eða horfi aðgerðarlaust á. Við megum aldrei láta slíkt óáreitt. Og dómar eiga svo sannarlega að endurspegla alvarleika slíks ofbeldis. En mikilvægast er að byggja upp samfélag sem kemur í veg fyrir að ofbeldi á barni geti viðgengist án viðeigandi íhlutunar. Samfélagið ber ábyrgð á öllum börnunum sínum.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það viðgengst víða ofbeldið, og sumt er óskiljanlegra en annað.

er annars nafna þín, kíki stundum hér inn og er líka nýstigin upp úr flensu.

Hringbrautin sagði...

Velkomin nafna. :) Flensan virðist hafa farið víða í ár þó fréttir herma að hún hafi verið vægari en oft áður.

katrín anna sagði...

Úff hvað þetta er sorglegt! Ekki góð byrjun á mánudegi.

En gott að þið nöfnur eruð báðar að jafna ykkur á flensunni :)

Nafnlaus sagði...

ég ætla #KKI að horfa á þetta myndband, en óska VERU hjartanlega til hamingju með vellllaunin, alveg stórmerkilegt og flott....;)

Nafnlaus sagði...

þetta var elísabet Jökulsd. sem stefnir hér með að því að fá skandínavska rauða fjöður, ...

Nafnlaus sagði...

ÉG skal senda nafnlausa fréttatilkynningu um besta klippara heims sem er að fara að meika það í Hollywood norðursins:) Til hamingju með verðlaunin Elísabet...

Nafnlaus sagði...

Hæ Elísabet mín.

Langaði bara að segja hæ hér á blogginu þínu. Ég er líka búin að vera í einhverskonar blogg lægð en ég er að komast upp úr henni aftur. Þetta kemur allt saman hjá okkur.

Vonandi hefur þú samt sem áður haft það gott, þrátt fyrir flensuna.

Ég sendi þér mínar bestu kveðjur og megir þú njóta kvöldsins og næturinnar.

Bestu kveðjur.

Valgeir

Nafnlaus sagði...

blogg-lægð já. hver veit nema hér sé komin ný tegund af lægð.

ég keypti mér varalit í dag, sjúúúkan.

elísabet

Hringbrautin sagði...

jiiii hvað ég er fegin að þú keyptir varalit. Ég var farin að halda að þú þyrftir blæju...

Takk fyrir commentin. Og Hollywood norðursins er í Skagafirði. Ég þangað - ef bíllinn kemst það.

Nafnlaus sagði...

Fann mig knúna tilað hella yfir þig ástarjátningum, já já já já já já já já já já já.

Elísabet Já.

Nafnlaus sagði...

Já, ég er úr Skagafirðinum eða reyndar sem betra er, Skagafjörðurinn er úr mér, Drangey til dæmis er úr enninu á mér, og mýrarnar úr lungunum, og hreppamörkin úr hrukkunum,

ek