hmmmm. Ætli þetta sé algeng meðferð á vistmönnum stofnanna?
Konan var vistmaður á stofnun
Mynd: DV
Lögregla leitaði í dag að bifreið sem stöðvaði á Sæbrautinni seinnipartinn í dag. Það vakti ahygli vegfarenda að kona sást kasta sér út úr bílnum, rétt eftir að bíllinn staðnæmdist.
Héldu margir að til handalögmála hafi komið milli konunnar og ökumannsins og fékk sú kenning byr undir báða vængi þegar annar maður steig út úr bílnum og henti henni inn aftur.
Að sögn lögreglu á atvikið sér eðlilegar skýringar. Konan var vistmaður á stofnun og mennirnir tveir sem voru með henni í bílnum starfsmenn hennar.
2 ummæli:
Já, það er ekkert athugavert við þetta, sorglegt dæmi hvaða tolla geðsjúkdómurinn tekur, ... við erum stundum flutt í lögreglubíl, og þykir ekki við hæfi að handjárna okkur líka því frelsisskrerðing er erfið fyrir alla, sérstaklega veikt fólk en þarf stundum að grípa til, svo hún hefur sennilega rifið sig lausa og hent sér út.
Svona er lífið þangað til einsog í mínu tilviku maður samþykkir lyfjagjöf og fer jafnvel á fundi líka. :)
Elísabet Jökuls
Mjög sennilegt að hún hafi ætlað að frelsa heiminn....sama.
Skrifa ummæli