föstudagur, október 12, 2007

Góðann daginn í fyrramálið.

Það er góður dagur í dag.

Í gegnum svefnherbergisgluggann glittir í friðarljósið. Dálítið fyndið að allt skuli í loft upp í borginni sama dag og það er tendrað... Boðar vonandi nýja og betri tíma án einkavinavæðingar og græðgi.

Nú eru þeir að leita að geimverum í Arizona, virðast ekki hafa hugmynd um að við erum hér.

Ég ætla í smá bloggfrí þangað til bíóið er tilbúið og Latibær afgreiddur og stuttmynd eða tvær að ógleymdri frumsýningu Stígamótagleðinnar.

knús.

p.s. Logi er enn bara 2 ára en er mikið fyrir að taka ljósmyndir. Hér eru nokkrar myndir sem hann tók. Bara til að gleðja ykkur. Sjónarhornið er jú alveg stórkostlegt!



Birta í sófanum.


Mamma að elda.

Og af því að Kata minnist á það...




Þá er hér mynd af Kötu skælbrosandi.

Og hér er svo myndasmiðurinn alveg búinn eftir daginn.


miðvikudagur, október 10, 2007

Birta á afmæli í dag!

Orðinn átta ára. Og ég klökk.

Mikið rosalega líður tíminn hratt. Þetta er yndislegi töffarinn minn sem sigldi með mér yfir ermasundið til vinnu í Kaupmannahöfn daginn eftir að hún fæddist. Varð yngsti "pendlarinn" aðeins vikugömul með löggilt kort á ferjuna. Í sex mánuði sigldum við saman, næstum á hverjum degi.

Alltaf með marbletti um allar lappir, prílandi og hoppandi útum allt.
Nú er hún átta ára og meira að segja talandi á ensku. Stóð sig með mikilli prýði í samræðum við þær Nouriu og Maryam sem komu í mat í kvöld með henni Jóhönnu Kristjónsdóttir. Systurnar frá Jemen sungu fyrir hana afmælissönginn bæði á ensku, frönsku og arabísku. Það var frábært. Ég ætla að blogga meira um Nouriu og Jóhönnu og VIMA og YERO við tækifæri. Hvet ykkur til að missa ekki af Kastljósinu í kvöld, þar á að vera viðtal við Nouriu.

Og Birta elsku Birta mín ; TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!




DSC00827

Birta%20og%20Logi%20006

P1010152