föstudagur, október 12, 2007

Góðann daginn í fyrramálið.

Það er góður dagur í dag.

Í gegnum svefnherbergisgluggann glittir í friðarljósið. Dálítið fyndið að allt skuli í loft upp í borginni sama dag og það er tendrað... Boðar vonandi nýja og betri tíma án einkavinavæðingar og græðgi.

Nú eru þeir að leita að geimverum í Arizona, virðast ekki hafa hugmynd um að við erum hér.

Ég ætla í smá bloggfrí þangað til bíóið er tilbúið og Latibær afgreiddur og stuttmynd eða tvær að ógleymdri frumsýningu Stígamótagleðinnar.

knús.

p.s. Logi er enn bara 2 ára en er mikið fyrir að taka ljósmyndir. Hér eru nokkrar myndir sem hann tók. Bara til að gleðja ykkur. Sjónarhornið er jú alveg stórkostlegt!



Birta í sófanum.


Mamma að elda.

Og af því að Kata minnist á það...




Þá er hér mynd af Kötu skælbrosandi.

Og hér er svo myndasmiðurinn alveg búinn eftir daginn.


Engin ummæli: