laugardagur, júní 02, 2007

Ekki það leiðinlegasta...


...að þurfa stundum að fara í vinnuna með mömmu!


Posted by PicasaPosted by Picasa

Posted by Picasa

Ógeðslegir karlar.

Ég er með þvílíka ógleði eftir lestur greinar um Goldfinger, Ásgeir Davíðsson eigandann, starfsmenn hans, Gunnar Birgisson bæjarstjóra Kópavogs, Þórð Þórðarson bæjarlögmann Kópavogs og kúnna strippstaðarins komandi úr öllum þjóðfélagshópum.

Ég vil láta ykkur vita að í mínum augum eruð þið vibbar. Bumbuvibbar.

Hvernig stendur á því að fjölmiðlar allir eru ekki logandi í umfjöllun um þetta hneyksli? Hver er að verja hvern og hversvegna? Þessa menn á að draga til saka.

Femínistafélagið hefur staðið fyrir aðgerðum fyrir utan Goldfinger. Héru eru myndir frá slíkum uppákomum:

vera-ofbeldisvarnarhopur-kaupikonur

Vonandi taka Kópavogsbúar sig til og losa sig við þetta skítapakk sem þessir tilteknu karlar og einstaka kerlingar eru.

fimmtudagur, maí 31, 2007

Bluetooth

Er með bluetooth í símanum mínum og aldrei notað. Þangað til ég fattaði að ég get sent í gegnum hana myndir ú símanum í tölvuna mína. Já, já ég er ferlega sein að fatta...

Algjört æði. Hér eru tvær myndir úr símanum mínum.

Fyrst Birta og Logi í lestinni í Húsdýragarðinum. Mynd tekin síðasta sumar.

SP_A0102

SP_A0098

Og svo nafnið mitt skrifað af Breta á töfluna uppí vinnu. Útlendingurinn knái ætlaði aldeilis að vanda sig við að skrifa nafnið Elísabet uppá íslensku. Útkoman var Elizabeð.

sunnudagur, maí 27, 2007

Að lifa í lyginni.

Það er svo merkilega langt á milli upplifunar og sannleika. Ef þá sannleikurinn yfirhöfuð er til .

Er þetta ekki allt upplifun og enginn sannleikur? Þá þýðir ekki að reiðast lyginni því hún er sannleikur þess sem lýgur. Sannleikur minn lygi einhvers annars.

Nei, best að taka þessu bara brosandi. Ég veit betur og það dugar.

dirty_old_men