fimmtudagur, apríl 12, 2007

Fingraræpa um miðja nótt.

Við skelltum okkur á bíó. Þrívíddar bíó í Kringlunni. Meet the Robinsons var skemmtileg upplifun fyrir krakkana. Fyrir utan Borgarleikhúsið fann Birta svo þetta flotta skilti.

P1000830

Það var gáfuð kona sem sagði mér um daginn; "það að loka úti birtu er eins og að henda góðum mat". Þetta finnst mér nokkuð til í og því ekki farin að setja upp gardínur heima hjá mér ennþá.

Það er erfitt að fá reglu á börnin eftir sykursukk páskahelgarinnar. Enda fengu þau allt of mörg páskaegg.

Skemmtilegt innlegg í tannlæknaumræðuna, - páskarnir. Risavaxin súkkulaðiegg troðfull af þykkum seigum karamellum. Ætli páskarnir séu árshátíðir tannlækna?

Ég reyndi mitt besta að láta karamellurnar hverfa en það var ekki að ganga of vel.

Logi fékk besta málsháttinn: "Allir eldar brenna út um síðir"

Sindri og Máni voru ekki eins slæmir í sælgætisátinu. Farnir að kunna sér hóf. Ég hinsvegar stakk hausnum ofan í risastóran konfektkassa og uppskar risavaxna bólu á mitt ennið. Pínulítið eins og ég sé að breytast í einhyrning.

Vona að Prada fari að skella á okkur blæjum. Svo miklu þægilegra og umhverfisvænna en allt meikuppið sem þarf til að dylja óskapnaðinn. Ekki að ég nenni að standa í því.

Svo er ég búin að vera að fylgjast með konusýningakynningum á skjá einum. Og ég bara skil þetta ekki.

Þarna eru myndarlegar stúlkur sem koma fram og segja okkur frá skemmtun sinni, draumum og framtíðaráformum. - En ekkert af því tengist fegurðarsamkeppnum.

Þær ýmist njóta þess að spila fótbolta eða láta sig dreyma um að reka hundadagvist eða verða lögfræðingar - ég meina hvað eru þær að eyða tíma í að spranga þarna um á naríunum?

Allavega þá er ég farin að sofa og ætla að láta mig dreyma kaupmáttinn. Því ekki er ég að lifa hann.

Góða nótt.

Jing og Jang

RIKK býður einatt upp á frábæra fyrirlestra og málstofur. Nú í hádeginu var Einar Mar Þórðarson fengi til að ræða kosningarhegðun kynjanna.

Einar byrjaði á því að útskýra að öll erlend fræðirit sem hann skoðaði gengu út frá því að kosningahegðun kvenna væri frávik frá norminu (lesist kosningahegðun karlmanna). Rosalega ótrúleg tilviljun... við höfum aldrei kynnst því fyrr. En þess vegna, en þó ekki síður vegna þess að kosningahegðun kvenna væri einfaldlega áhugaverðari, væri hann kominn til að tala um kosningahegðun kvenna.

Íslenskar kosningarannsóknir sýna að talsverður munur er á kosningahegðun kynjanna og talsvert mikið meiri munur en rannsóknir sýna fram á í öðrum löndum. Þessi munur (gender gap) hefur verið að aukast undanfarna áratugi; konur kjósa meira og meira til vinstri en karlar kjósa til hægri.

Einar Mar sagði skýringarnar á þessu vera helst þær að karlar sýndu meiri flokkshollustu en konur og að konum hugnuðust betur stefnumál vinstri flokkanna, sérstaklega í umhverfismálum og jafnréttismálum. Einar Mar tókst að eyða þeirri alhæfingu að konur kysu konur heldur gat hann sýnt fram á að fókus vinstri flokkana hugnaðist konum einfaldlega betur. Þannig getur enginn flokkur treyst á fylgi kvenna með því einu að flagga konum - fókus á málefni sem skipta konur máli verður að vera til staðar.

Ef marka má skoðanakannanir nú stefnir í miklar breytingar á þingstyrk flokka eftir kosningarnar í vor og bendir margt til þess að því sé að þakka kosningahegðun kvenna. Gender gapið hefur aldrei verið meira og langt um stærra en í öðrum löndum í kringum okkur.

Þrátt fyrir þennan mun er ljóst að kosningahegðun karla hefur líka breyst og miklu algengara nú að þeir eins og konurnar flakki á milli flokka eftir því hvar fókus flokkanna liggur.

Í umræðum sem fylgdu erindi Einars kom fram sú kenning að konur kysu eftir því hvernig staða efnahagsmála væru á hverjum tíma. Ef rétt mætti þakka konum fyrir að stuðla að auknum stöðugleika. Þær pössuðu upp á jing og jangið.

Og nú telja konur komið nóg af áherslum hægri vængsins og þurfi að skapa betra jafnvægi með því að kjósa til valda vinstri flokkana. Frábært. Eftir 10 ár eða 12 á ég kannski eftir að heyja baráttu fyrir sjálfstæðisflokkinn.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Flottir


Argo, Athena og Máni.
Ef myndin er skoðuð nánar eru Birta og Logi í sófanum með Mána. :)
Posted by Picasa

Latibær


Magga, Binna, Ásdís, Katrín og krakkarnir komu í heimsókn til Latabæjar í dag.
Hér í herberginu hans Pixel - heitir hann Glúmur á íslensku?

Hér í loftskipi Íþróttaálfsins

Og hér á skrifstofu bæjarstjórans.
Posted by Picasa

Allir fengu að prófa stólin hans Glanna Glæps




Posted by Picasa



Posted by Picasa

Íþróttaálfurinn



Krakkarnir hittu Magga og hann gaf þeim

kort og disk með Latabæjartónlist.

Svo fengu allir mynd af sér með Magga...

Og Logi fékk að leika með boltann eins og venjulega...
Posted by Picasa

Bíóferð.


Birtuskiltið var enn fyrir utan Kringluna.

Algjör pæja.

Gleraugun eru þrívíddargleraugu. Við skelltum okkur á 3D-bíó um helgina.
Meet the Robbinsons. Rosa gaman.
Posted by Picasa

knús


Langamma með englana sína

Binna með Loga 30 punda

Ég með dúllusnúlluna hennar Ásdísar.
Posted by Picasa

Sindri koooooool.

Posted by Picasa

Athena og Nemo gistu


Athena auminginn ímyndunarólétt...

Nemo töffari

Og Logi breytist samstundis í hund og býr sér til fleti að liggja í...
Posted by Picasa