laugardagur, maí 26, 2007

Gláparinn.

Af því ég er mega löt í Latabæ þessa dagana, en vil samt sýna réttan blogg lit, þá ætla ég að skella inn Glápara Lesbókarinnar í dag. Það er ég að þessu sinni.

---------------------------------------------------

P1000945

Ég hef verið að bjóða ótrúlegasta fólki heim í stofu til mín. Jafnvel fólki sem hefur
ekkert gott upp á að bjóða. Það er auðvelt að detta í svona samkomur.

En nú reyni ég að velja félagsskap minn betur og beiti því oftar fjarstýringunni til að slökkva á sjónvarpinu.

Stærsta ástæðan fyrir sjónvarpsglápi mínu var atvinnuskaði. Ég taldi mér trú um mikilvægi
þess að fylgjast vel með til að vaxa í starfi. Ég komst þó fljótlega að því að ég græddi ekkert á 85% áhorfsins.

Þá mundi ég hversu margt er hægt að læra af því sem illa er gert. Ég hélt áfram að bjóða inn í stofu á minn kostnað.

Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri hugsun sem hefur sprottið upp hjá mér við áhorfið, sérstaklega aukinni femínískri vitund. Það er þó allt of auðvelt að nýta sjónvarpið sem afslöppunartæki og hleypa þannig viðmótslaust inn á sig hugmyndum um upphafningu ofbeldis og
forheimsku.

Ég óttast að allir raunveruleikaþættirnir, American hitt og þetta, leitin endalausa að gömlum klisjum í nýjum búningi, að ógleymdum sápuóperum, sama í hvaða gæðum, drepi að
lokum í okkur alla trú á vitsmunalíf.

Sjálf þakka ég fyrir að á milli mín og þeirra í sjónvarpinu skuli stundum vera heilt haf og alltaf eitt stykki fjarstýring.


Ég hvet þig til að velja vel hverjum þú hleypir inn í stofu og inn í sálina. Skoðaðu dagskrána,
athugaðu dóma. Ef löngun til áhorfs er mikil þrátt fyrir lélegt framboð sjónvarpsefnis
skaltu skella þér út á næstu vídeóleigu.

Þitt er frelsið til að velja og, það sem ekki síður er mikilvægt, frelsið til að hafna.“

föstudagur, maí 25, 2007

Villandi mynd.

Það er stundum sagt að mynd segi meira en þúsund orð.

Stundum lýgur mynd meira en þúsund orð.

Eins og þessi. Það er eitthvað svo brothætt og hættulegt og sárt við þessa mynd.

P1010155

Hún er samt tekin við mikla kæti. Logi var í miklu stuði. Mölin við Vesturbæjarskólann svo spennandi. Hann var að velta sér uppúr henni og grýta uppí loftið.

Það var bara þetta undarlega augnablik og þetta útkoman.

miðvikudagur, maí 23, 2007

flyta4


Posted by Picasa

Sumarið hér


Og Birta með Aniku.

Hún er svo fín í skotapilsinu.

Logi réð sér ekki fyrir kæti. Veltist um á róluvellinum.

Bestu vinkonurnar og bjartasta framtíðin.
Posted by Picasa

flyta3

Posted by Picasa

flyta2


Posted by Picasa

flýta mér 1




Posted by Picasa

Ég er ekki Pergo!

Kæru kynsystur í Sjálfstæðisflokki. Ég stend 100% með ykkur. Ólíkt formanni ykkar og fylgisveinum hans sem flykkjast að til að lýsa ánægju sinni með að aðeins þeir hæfustu fá völdin.


Það verður ekki horft fram hjá því að þriðjungur þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru konur. Vel hæfar konur. Sumar hæfari en tveir og hálfur ráðherra sama flokks. Þetta fannst formanni engin ástæða til að endurspegla í ráðherraliði sínu.

pergo rymi_849716871

Við mótmælum allar.

Við erum ekki Pergo. Það er engum leyft að vaða svona yfir okkur.

Syngið með mér; Ég er ekki Pergo! Ég er ekki Pergo! Það veður enginn svona yfir mig.

Dagurinn í myndum.

P1010108P1010106


P1010100P1010099

P1010145P1010148

Ég var á hraðferð.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Hvílík ósvífni.

Þetta er klárleg ósvífni við kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Að láta Björn Bjarnason sitja sem fastast í sínum ráðherrastól.

P1010090Mér varð svo mikið um að ég gleymdi að setja inn mynd af kvöldmatnum mínum.

Í kvöld voru það steiktar núðlur. Uppáhaldið mitt.

Ég vil þær vel kryddaðar og vel steiktar. Steiki þær með lauk og hvítlauk og rauðum pipar.
Góða sojasósu með.

Alveg frábær skyndimatur.

sunnudagur, maí 20, 2007

Persona non grata

P1010039Fékk mér gróft brauð með gúrku í morgunmat. Að sjálfsögðu kaffi með og sunnudagsmoggann.

Hver er eiginlega Anna Stella Pálsdóttir? Að hennar eigin sögn er hún algjör bomba. Svo mikil bomba að hún er "persona non grata" meðal femínista.

Ég hef bara aldrei heyrt af henni sjálf.
Kannski af því að ég er ekki í hinni alræmdu femínistamafíu sem Anna talar um.

En semsagt eftir lestur greinar hennar í blaðinu í morgun, þó ég hafi hlegið öðru hverju, er ég ekki hissa á því að hún sé ekki áberandi í umræðunni. Anna byrjar snilldar vel og afskrifar allar mótbárur við skrifum hennar sem ásakanir um dauðasyndir, tóma útúrsnúninga og útskúfun á henni sjálfri. Að já bara allir sem hafa eitthvað út á órökstudd skrif hennar að setja séu meðlimir í femínistamafíunni. Tær snilld.

P1010046 Ég er ein af þeim sem hef borðað minn sykur með kaffi og smá mjólk útá. Nú er ég að reyna að drekka kaffið og mjólkina án sykurs. Er komin niðrí 3 teskeiðar af sykri og smá kanil. Það er bragðgóð uppgötvun þetta með kanilinn í kaffið.

En aftur að Önnu. Ég ætla nefnilega að gera mitt besta til að koma mér í femínistamafíuna.

Hún tilkynnir í Mogganum að niðurstöður könnunar sem Bifröst gerði, sem sýndi fram á verulegan launamun kynjanna, sé arfavitlaus. Niðurstöðurnar hafi hreinlega verið markaðsstunt vegna stofnunar Rannsóknaseturs vinnuréttar og jafnréttismála á Bifröst.

Ég hef hingað til ekki fundist bera á því að fólk hafni könnun eftir könnun sem bendir til verulegs kynbundins launamunar. Hef þó séð marga reyna að útskýra þann mun sem eðlilega, náttúrulega, afleiðingu þess að konur séu ýmist ekki nógu menntaðar, eða beri börnin, eða séu betri á þvottavélina.

Ég vil taka það fram að ég var hætt að hlæja komin hingað í skrifum Önnu. Það er bara ekkert fyndið við konur sem eyða orku í að berjast gegn jafnrétti kynjanna.

En það er hugsanlega von á að nú gjamma varðhundar ríkjandi misréttis hátt og örugglega á leiðinni fleiri skrif sem afneita kynbundnum launamun. Gæti verið útaf nýju jafnréttislögunum sem virðast ætla að sigla í gegn eða hvort enn séu sárindi vegna klámráðstefnunnar sem var blásin af. I don't know. Allavega eru femínistar greinilega að ganga of langt í kröfunni um jafnrétti og það kallar sko á viðbrögð.

Anna Stella viðurkennir samt kynbundinn launamun að hluta til með því að segja konur ekki semja nógu vel um sín laun. Hvað ætli margar konur semji beint við atvinnurekanda sinn? Hvað með heilu kvennastéttirnar; kennara, hjúkrunarkonur, ljósmæður? Er Anna að sýna hroka í garð þessara stétta með að væna þær um ódugnað í samningum?

Anna vill að konur taki því þegjandi, og kyngi líka, því annars sé verið að senda svo slæm skilaboð til kvenna. Hún telur femínisma fullan fordóma gagnvart því sem telst kvenlegt. Hvað skilgreinir Anna sem kvenlegt?

Æ, hvílík endemisvitleysa. Hvað kallaði einhver, örugglega úr femínistamafíunni ógurlegu, svona málflutning kvenna? Kallasleikju. Er Anna kallasleikja?

Það er fátt yfirvegað og engin sanngirni í málflutning Önnu Stellu og hún er ekki að hafa fyrir því að færa rök fyrir máli sínu. Ég ætla að vona að hún telji það ekki kvenlegt.

Set þennan inn sérstaklega fyrir Önnu Stellu og aðra varðhunda. http://www.youtube.com/v/ikVxJftOgUY

En já femínismi er svo sannarlega hættulegur ríkjandi misréttis. Ekki ætla ég að neita því.

Ætla að ljúka þessu með skemmtisögu af börnunum. Er það kannski of kvenlegt af femínista eins og mér?

P1000993Logi, með "allt ljus är på mig" er afskaplega kurteist barn.

Þegar ég segi: "Logi komdu það þarf að tannbursta þig" Þá segir hann undantekningalaust: "Nei, takk"

"Logi, viltu gjörogsvovel og ganga frá kubbunum í kassann" "Nei, takk"

"Logi, komdu ég þarf að skipta á þér" "Nei, takk"

Birta er nett fúl því henni finnst Logi sleppa of auðveldlega frá öllu á krúttheitunum einum saman. Þegar ég reyni að útskýra að ég geri meiri kröfur til hennar af því að hún sé eldri og með meiri þekkingu sagði hún; "Ég er sko engin kona, bara stelpa".