sunnudagur, maí 20, 2007

Vöfflubakstur - húsráð.

Nú getur vel verið að allir þekki þetta þjóðráð. En ég var fyrst að læra það á þessu ári frá henni Júdith-ömmu minni. P1010081
Ég baka mikið vöfflur. Auðvelt að gera þær og krökkunum finnst þær góðar.

Á forlátt vöfflujárn sem ég erfði eftir ömmu mína hana Elísabet Ólafíu. Við erum nöfnur.

Allavega.


Þegar smyrja á járnið setur kona/karl smjörklípu á eldhúspappír. P1010067



Vefur síðan pappírnum um klípuna.P1010072

Og er þá komin með smjördoppu.

Síðan doppar kona/karl bæði efri og neðra járnið og setur þannig hæfilega smurningu á. Mér finnst sjálfri ferlega leiðinlegt þegar vöfflur eru hitaðar í of mikilli fitu.

Á milli vaffla er smjördoppan svo bara geymd á disk eða í skál. P1010078




Perfekt. Ekki satt?

Engin ummæli: