föstudagur, febrúar 22, 2008
Femínínskar mínútumyndir!
5 ára - mikið rosalega líður tíminn hratt!
Allir að taka þátt. Flestir eiga vídeóvél og auðvelt að komast í klippiforrit. Fá lánaðan makka hjá næsta ættingja eða vin ef maður á hann ekki sjálfur. ;) Svo er bara að næla í góða hugmynd sem er alltaf erfiðasti partur verksins. :)
Koma svo!
ps. smellið á myndina og þá stækkar (ferlega flotta og sniðuga) auglýsingin og hægt að lesa hana auðveldlega.
fimmtudagur, febrúar 21, 2008
I'm taking the car!
BB&BLAKE leika fyrir dansi, á uppsveiflukvöldi Monitors á Organ, í kvöld ásamt Appledog frá Barcelona. Kvöldið byrjar kl. 21. Frítt inn.
Fleiri góðar fréttir eru að Garps og Ingunnardóttir er fædd. Jibbí.
Fleiri góðar fréttir eru að Garps og Ingunnardóttir er fædd. Jibbí.
lögin einskins virði.
Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar komist endalaust upp með það að hundsa lögin. Ef þeim finnast þau fáránleg, eða barn síns tíma, þá bara sleppa þeir að hlýða þeim.
Nú hef ég alltaf verið hrifin af borgaralegri óhlýðni þegar berjast á gegn ólögum. En þingmenn og ráðherrar eru þeir menn sem þykjast hafa burði til að setja okkur lögin. Og gera kröfur um að við förum eftir þeim. Ekki eru þeir góð fyrirmynd.
Hvar eru lagabreytingartillögurnar hans Birkis Jóns? En nei hann nennir ekki að standa í svoleiðis vinnu!? Hann bara tekur þátt í því að brjóta lögin - af því bara.
Birkir Jón og félagar hans í flokknum verja hann með því að hann hafi í raun ekki verið að brjóta lögin því hann hafi ekki haldið fjárhættuspilið né haft atvinnu af því... En er greinilega í góðum tengslum við lögbrjótana ekki satt!? Væri þá í góðu lagi fyrir þingmann að sitja partý þar sem allir félagar hans væru að sprauta sig með heróíni - bara ef það væri ekki heima hjá honum og hann fengi sér ekki neitt sjálfur!? Hvenær hættir það að vera í lagi að taka þátt í lögbroti? Þá meina ég auðvitað fyrir kjörna fulltrúa þessa lands. Því það gilda greinilega ekki sömu reglur fyrir þá.
Svo hundskast maðurinn á þingmannalaununum örugglega til að skila vinningnum áður en einhver getur krafist þess að dómur falli. Og þykist ekki þurfa að hafa áhyggjur af þessu meir.
Ekki þarf neinn að segja af sér. Nei, hefðin býður þessu fólki að sitja sem fastast og halda áfram að veltast um í eigin hroka, fáum til góðs.
Af hverju á fólk sem stendur frammi fyrir fáránlegum lögum að hlíta þeim? Fólk sem ekki er í jafn góðri stöðu, og þingmenn og ráðherra, til að fá ólögum breytt.
Ég ætla að skella mér í það að brjóta nokkur ólög - Gæti fengið mér góða jónu eða talað í farsíma í bílnum eða bara farið og fengið endurskoðandann minn til að ofmeta kostnað. common sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus er (sic).
Allar skemmtilegar lögbrotshugmyndir vel þegnar.
Nú hef ég alltaf verið hrifin af borgaralegri óhlýðni þegar berjast á gegn ólögum. En þingmenn og ráðherrar eru þeir menn sem þykjast hafa burði til að setja okkur lögin. Og gera kröfur um að við förum eftir þeim. Ekki eru þeir góð fyrirmynd.
Hvar eru lagabreytingartillögurnar hans Birkis Jóns? En nei hann nennir ekki að standa í svoleiðis vinnu!? Hann bara tekur þátt í því að brjóta lögin - af því bara.
Birkir Jón og félagar hans í flokknum verja hann með því að hann hafi í raun ekki verið að brjóta lögin því hann hafi ekki haldið fjárhættuspilið né haft atvinnu af því... En er greinilega í góðum tengslum við lögbrjótana ekki satt!? Væri þá í góðu lagi fyrir þingmann að sitja partý þar sem allir félagar hans væru að sprauta sig með heróíni - bara ef það væri ekki heima hjá honum og hann fengi sér ekki neitt sjálfur!? Hvenær hættir það að vera í lagi að taka þátt í lögbroti? Þá meina ég auðvitað fyrir kjörna fulltrúa þessa lands. Því það gilda greinilega ekki sömu reglur fyrir þá.
Svo hundskast maðurinn á þingmannalaununum örugglega til að skila vinningnum áður en einhver getur krafist þess að dómur falli. Og þykist ekki þurfa að hafa áhyggjur af þessu meir.
Ekki þarf neinn að segja af sér. Nei, hefðin býður þessu fólki að sitja sem fastast og halda áfram að veltast um í eigin hroka, fáum til góðs.
Af hverju á fólk sem stendur frammi fyrir fáránlegum lögum að hlíta þeim? Fólk sem ekki er í jafn góðri stöðu, og þingmenn og ráðherra, til að fá ólögum breytt.
Ég ætla að skella mér í það að brjóta nokkur ólög - Gæti fengið mér góða jónu eða talað í farsíma í bílnum eða bara farið og fengið endurskoðandann minn til að ofmeta kostnað. common sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus er (sic).
Allar skemmtilegar lögbrotshugmyndir vel þegnar.
mánudagur, febrúar 18, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)