fimmtudagur, júlí 28, 2005
Logi og laktósið
Logi er miklu betri af exeminu - þegar hann vaknaði í morgun var það að mestu horfið. Hann hefur ekki fengið neina mjólk núna í sólarhring. Hafragrauturinn með soyjamjólk og vanillu fannst honum afskaplega góður eins og má sjá á þessari mynd.
Picasa
Framkvæmdir eru hafnar á Hávallagötu 47, verið er að taka þakið í gegn. Svo ætlum við að fá að skrapa og mála glugga núna um helgina.
Picasa
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Mamma, Birta og Logi á trambolíninu - pabbi á puttann! Svona er hægt að hossast í langan tíma og þykir afskaplega skemmtilegt.
Picasa
Logi og þurrmjólkin.
Logi vaknaði í morgun með exemköku í andlitinu. Hann hefur alltaf verið frekar viðkvæmur í húðinni eftir að hann fór að fá þurrmjólk og ég er að velta því fyrir mér hvort hann sé með ofnæmi fyrir henni? Hvað segja sérfræðingar? Á ég ekki bara að prófa að sleppa þurrmjólkinni í smá tíma og gefa honum soyjamjólk í staðinn?
Picasa
sunnudagur, júlí 24, 2005
... þegar ég sit þá kasta ég mér fram á við og gref mig svo bara nógu langt niður í koddann og spyrni...
Picasa
Svíþjóðarfarinn heim!
Sindri er kominn heim - loksins - við söknuðum hans jú alveg rosalega þó við vissum auðvitaða að hann skemmti sér frábærlega í Svíþjóð.
Picasa
Sindri var mest hissa á því hvað Logi er orðinn stór - enda litli bróðir orðinn 7 mánaða og nú vaxinn uppúr 6-12 mánaða fötunum sínum og farinn að nota 18 mánaða fötin...
Picasa
Það voru að sjálfsögðu fagnaðarfundir - Máni og Anna kvörtuðu þó yfir því að Nemo fengi alla athyglina.
Picasa
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)