föstudagur, apríl 27, 2007

Stopp fyrir Iðjuþjálfun.

"Árangur áfram ekkert stopp" boðar Framsókn.

En þeir eru nú samt til í að stoppa ýmislegt.

Framsókn fer nefnilega með stjórn heilbrigðismála og nú hafa þeir ákveðið að stoppa Iðjuþjálfun.

Á mánudaginn næstkomandi lýkur starfsemi iðjuþjálfunardeildar geðsviðs Landspítalans við Hringbraut.

stopp

Við loknu Iðjuþjálfunar minnka óhjákvæmilega valmöguleikar meðferðarúrræða. Það snertir ekki eingöngu notendur geðheilbrigðisþjónustunnar heldur aðstandendur líka. Með þessari niðurlögn á starfsemi, sem hefur vart annað eftirspurn, skapast sú hætta að örorka aukist hjá mörgum. Því ef ekki er í boði þjónusta sem virkar batahvetjandi, eru líkur á aukinni starfsgetu hverfandi.

Já ríkisstjórnin er þarna svo sannarlega að efna loforð sitt um breyttar áherslur í geðheilbrigðismálum - bara ekki með "árangur áfram" að leiðarljósi heldur "stopp" og svo afturábak.

Ég hvet alla til að láta í sér heyra.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Hræðast konurnar?

Frétt af mbl.is

Margir hafa viljað halda því fram að ekki skipti kyn máli þegar kemur að dómum. Hér virðast samt verjendur Spector vera á því máli að neikvætt sé að hafa konur í kviðdómnum.

Ætli það sé vegna þess að þeir telji karla hugsanlega móttækilegri fyrir annarskonar, og jafnvel ofbeldisfyllri, samskiptum kynjanna en konur. Og að það gæti komið Spector vel?

Lana Clarkson, sem Spector er ákærður fyrir að hafa myrt, var 41 árs gömul.

blue

"Karlmenn segja NEI við nauðgunum".

Karlahópur Femínistafélagsins hefur í gegnum árin haldið uppi átakinu "karlmenn segja NEI við nauðgunum".

Á því verður engin breyting og þeir halda ótrauðir áfram í sumar. Heimsækja útihátíðir auk þess að vera á ferð um borgina. Það er nefnilega nauðsynlegt að karlar ræði nauðganir sín á mill. Að þetta sé ekki bara stimplað sem vandamál kvenna.

Það er greinilega mikið verk fyrir þá að vinna og ég hvet alla karlmenn, sem vilja ekki sjá samskonar tölur hér á landi og í þessari Norsku rannsókn, að veita þeim lið.

Ráðskona karlahóps Femínistafélagsins er hann Gísli Hrafn. Netfangið hans og símanúmer er að finna hér.

mánudagur, apríl 23, 2007

Fjölmenningarfjölskyldan

Hér er fjölskyldumynd tekin fyrir um 2 árum síðan. Hún er bara mega flott.

frsta

Fjölskyldan mín samanstendur af vestfirskri móður , grískuættuðum föður, einum makedónskum mág og einum sænskum og einni tælenskri mágkonu. Börnin eru heill hópur af yndislega flottum gáfuðum og skemmtilegum verum.

Ég afrekaði það á virðulegu verkfræðingaballi, í rándýrum kjól frá Trilogiu , að lenda í slagsmálum við ekkert sérstaklega virðulegan verkfræðing.

Ástæða þess að ég endaði með að grípa til ofbeldis var sú að hann fór ekki ofan af því að múslimir ættu að halda sig burtu. Þeir væru skítugir og réttdræpir öfgamenn. Ég reyndi að fá hann til að skilja að hann gæti ekki alhæft svona og hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann væri þarna að tala um stóran hluta af fjölskyldu minni. Yndislegt fólk upp til hópa. Ekki bara börn systur minnar og eiginmann heldur líka alla í hans fjölskyldu. Duglegt yndislegt fólk.

Forherti fordómafulli öfgamaðurinn sagði að honum væri alveg sama. Hann væri þess fullviss að heimurinn yrði betri ef við losuðum okkur við múslimana.

Og allt í einu sá ég bara rautt og stökk uppá langborðið og á manninn. Þurfti nokkra góða menn til að slíta okkur í sundur. Og ég er ekki ofbeldisfull manneskja. Bara missti mig yfir ógeðinu þegar ég sá fyrir mér allt þetta yndislega fólk sem stendur mér næst.

Þó veit ég að ofbeldi leysir ekkert og að það er ekki orku eyðandi í svona lágkúru. Eða hvað? Jú, ofbeldi leysir ekkert. En við verðum að eyða mikilli orku í að koma í veg fyrir að raddir rasista fái hljómgrunn í samfélaginu.

Nú fer Frjálslyndiflokkurinn um vælandi. Segir að sér vegið úr öllum áttum og snúið útúr orðum þeirra. Ógeðfelld þjóðernishyggja einkennir skrif sumra sem fara þar framarlega í flokki.

Kolgríma hefur verið dugleg að fylgjast með aurburði Frjálslyndra og ég vona að allir eyði smá orku í að koma í veg fyrir framgang þessara manna.

Hér koma nokkrar færslur frá Kolgrímu þar sem hún kryfur ljótan málflutning FF. Ég á henni bestu þakkir fyrir.

Auglýsingin.

Breyttur tónn.

Hefndarþorsti.

Ég vildi bara óska að Kolgríma félli fyrir Samfylkingunni , en það er önnur baráttu og miklu heilbrigðari og vináttulegri en sú barátta sem við öll þurfum að heyja gegn fordómum og hatursfullri heimskulegri orðræðu.