mánudagur, apríl 23, 2007

Fjölmenningarfjölskyldan

Hér er fjölskyldumynd tekin fyrir um 2 árum síðan. Hún er bara mega flott.

frsta

Fjölskyldan mín samanstendur af vestfirskri móður , grískuættuðum föður, einum makedónskum mág og einum sænskum og einni tælenskri mágkonu. Börnin eru heill hópur af yndislega flottum gáfuðum og skemmtilegum verum.

Ég afrekaði það á virðulegu verkfræðingaballi, í rándýrum kjól frá Trilogiu , að lenda í slagsmálum við ekkert sérstaklega virðulegan verkfræðing.

Ástæða þess að ég endaði með að grípa til ofbeldis var sú að hann fór ekki ofan af því að múslimir ættu að halda sig burtu. Þeir væru skítugir og réttdræpir öfgamenn. Ég reyndi að fá hann til að skilja að hann gæti ekki alhæft svona og hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann væri þarna að tala um stóran hluta af fjölskyldu minni. Yndislegt fólk upp til hópa. Ekki bara börn systur minnar og eiginmann heldur líka alla í hans fjölskyldu. Duglegt yndislegt fólk.

Forherti fordómafulli öfgamaðurinn sagði að honum væri alveg sama. Hann væri þess fullviss að heimurinn yrði betri ef við losuðum okkur við múslimana.

Og allt í einu sá ég bara rautt og stökk uppá langborðið og á manninn. Þurfti nokkra góða menn til að slíta okkur í sundur. Og ég er ekki ofbeldisfull manneskja. Bara missti mig yfir ógeðinu þegar ég sá fyrir mér allt þetta yndislega fólk sem stendur mér næst.

Þó veit ég að ofbeldi leysir ekkert og að það er ekki orku eyðandi í svona lágkúru. Eða hvað? Jú, ofbeldi leysir ekkert. En við verðum að eyða mikilli orku í að koma í veg fyrir að raddir rasista fái hljómgrunn í samfélaginu.

Nú fer Frjálslyndiflokkurinn um vælandi. Segir að sér vegið úr öllum áttum og snúið útúr orðum þeirra. Ógeðfelld þjóðernishyggja einkennir skrif sumra sem fara þar framarlega í flokki.

Kolgríma hefur verið dugleg að fylgjast með aurburði Frjálslyndra og ég vona að allir eyði smá orku í að koma í veg fyrir framgang þessara manna.

Hér koma nokkrar færslur frá Kolgrímu þar sem hún kryfur ljótan málflutning FF. Ég á henni bestu þakkir fyrir.

Auglýsingin.

Breyttur tónn.

Hefndarþorsti.

Ég vildi bara óska að Kolgríma félli fyrir Samfylkingunni , en það er önnur baráttu og miklu heilbrigðari og vináttulegri en sú barátta sem við öll þurfum að heyja gegn fordómum og hatursfullri heimskulegri orðræðu.

Engin ummæli: