miðvikudagur, apríl 25, 2007

"Karlmenn segja NEI við nauðgunum".

Karlahópur Femínistafélagsins hefur í gegnum árin haldið uppi átakinu "karlmenn segja NEI við nauðgunum".

Á því verður engin breyting og þeir halda ótrauðir áfram í sumar. Heimsækja útihátíðir auk þess að vera á ferð um borgina. Það er nefnilega nauðsynlegt að karlar ræði nauðganir sín á mill. Að þetta sé ekki bara stimplað sem vandamál kvenna.

Það er greinilega mikið verk fyrir þá að vinna og ég hvet alla karlmenn, sem vilja ekki sjá samskonar tölur hér á landi og í þessari Norsku rannsókn, að veita þeim lið.

Ráðskona karlahóps Femínistafélagsins er hann Gísli Hrafn. Netfangið hans og símanúmer er að finna hér.

Engin ummæli: