laugardagur, september 29, 2007

Af Óskari og íslenskri kvikmyndagerð.

Allt búið að vera á hvolfi. Mikið að gera og margt að dunda. Sérstaklega eftir að ég hitti nýja endurskoðandann minn!

Myrin

(ath. að myndin er ekki af nýja endurskoðandanum mínum!)

Gleðifréttirnar eru þær að Mýrin var valin framlag Íslendinga til forvals Óskarsverðlaunanna. Það væri stórkostlegt ef hún yrði tilnefnd. En ótrúlegt.

Þær íslensku kvikmyndir sem hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna eru "Börn náttúrunnar í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar árið 1991 og stuttmyndin "Síðasti bærinn í dalnum" árið 2006 í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar. Pæliði í því hvað við erum frábær þessi litla þjóð.

Á morgun, sunnudaginn 30.september, klukkan 13.00 í Norræna Húsinu, verður spennandi umræðufundur í boði Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðarinnar og KIKS, kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi.

Yfirskriftin er í stuttu máli : Hvaða sannleika er að finna í íslenskum kvikmyndum? Endurspegla þær heiminn sem er fyrir? Eiga þær sér stoð í samtímanum og er sögutúlkun þeirra
mikilvæg komandi kynslóðum?

Í pontu stíga Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar
Íslands,
Sigríður Þorgeirsdóttir dósent í heimspeki, Sigríður Pétursdóttir
kvikmyndagagnrýnandi, Katrín Anna Guðmundsdóttir viðskipta- og
markaðsfræðingur, Írís Ellenberger sagnfræðingur og Kristín Atladóttir
kvikmyndagerðarmaður.

Ég læt mig svo dreyma um fjörugar og inspírerandi umræður í kjölfarið! Enda yours truly, ég sjálf, fundarstjóri.

Svo hvet ég alla til að fara í bíó meðan hátíðin stendur yfir. Fullt af konfekti og ekki síst á meðal heimildamyndanna. Lokadagur er 7.október.

Sjáumst.