Mér tókst að kom mér upp myspace síðu. Ógisslega gaman að hanna hana en nú er ég að missa áhugann á síðunni aftur. Ætli þetta sé vandamálið? Að mér byrjar að leiðast of fljótt???
Alla vega - annað áhugamál er að spila knighthood á Facebook - how lame is that? Það er Stefáni Karli að kenna. Algjörlega. :(
Búin að vera eitthvað fúllynd undanfarið. En það breyttist aðeins útí sólinni í dag.
Ég vildi óska að ég væri meira eins og Birta. Hún eyddi deginum í að útskýra hvernig allt yrði fallegra þegar hún gengi fram hjá - og ég er alveg sammála henni.
Fékk kaffiheimsókn og nokkur kjaftatarnarsímtöl.
Fórum á opnun Sjöundar í Þjóðminjasafninu - vel þess virði að fara og skoða. Fá sér svo kaffi og smók í sólinni fyrir utan... ;)
Fókus er verk á sýningunni sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mig langar í.
Svo skelltum við okkur á Horton í Háskólabíó. Yndisleg heimspeki fyrir börnin. Ég er enn að velta því fyrir mér hvort veran í myndinni sem átti 96 dætur og einn son, og sonurinn átti að verða borgarstjóri eins og pabbinn..., var ádeila. Að eiga 96 dætur og sonurinn sem var dvergvaxinn og þunglyndur var sá eini sem gat tekið við af föður sínum hlýtur eiginlega að vera ádeila!? Allavega myndin er yndisleg.
Svo eyddum við smá tíma í að rúlla niður brekkuna hjá Þjóðarbókhlöðunni. Mikið fjör.
Heima klæddi Logi sig upp sem Rauðhetta og Birta var grýlan, hún vildi það frekar en að vera úlfur þannig að við breyttum ævintýrinu aðeins. Svo vildi Logi vera Spiderman en fannst engin ástæða til að skipta um búning. Flottasti Spiderman sem ég hef séð :).
Nú allir sofnaðir og á morgun kemur nýr dagur. Over and out.
Mynd: DV