laugardagur, febrúar 09, 2008
Botox hættulegt
Hinir vinsælu hrukkubanar, Botox, og Myobloc eru nú taldir hafa valdið alvarlegum skaða og jafnvel dauða. Allt rakið til botulisma.
Bæði Botox og Myobloc nota botulinum eiturefni, sem stöðva taugaviðbrögð til vöðva í líkamanum og gera þá þannig slaka.
Vandamálið er að eiturefnið getur farið víðar en akkúrat þar sem því er sprautað inn, jafnvel farið að lama vöðva sem við notum t.d. til öndunar og/eða til að kyngja mat.
Verstu hliðarverkanirnar hafa komið upp hjá börnum sem hafa verið sprautuð með efninu, flest með einhverskonar taugakippi og flog sem verið er að reyna að draga úr.
Þótt framleiðendur Botox hafi staglast á því að börn með taugakippi og flog séu að fá miklu stærri skammt en fólk sem er að losa sig við hrukkur, hafa heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum bent á að skýrslur berist um allskyns hliðarverkanir frá fólki sem er að fá efnið af ýmsum ástæðum.
Allir þeir sem fá sprautað í sig eiturefninu Botox, verða strax að hafa samband við lækni ef þeir upplifa vandræði við að kyngja eða anda. Eða ef þeir fá vandræði með tal eða finna slaka í einhverjum vöðvum í líkamanum.
Best væri að aldrei, ALDREI, koma nálægt þessu efni. Njóta þess að eldast með virðingu.
Verðbréf í Shares Allergan Inc., sem framleiða Botox, féllu um meira en 6 prósent sama dag og amerísk yfirvöld sendu út viðvörunina föstudaginn í síðustu viku.
föstudagur, febrúar 08, 2008
Veðrið versnar
Þegar trén eru að reyna að komast inn til manns og flóð í götunni,
hvað er þá betra en góðir ullarsokkar (sem eru að sjálfsögðu prjónaðir af henni Júdithömmu) og ljúft ullarteppi ?
Kannski heitt kakó? Já, ég ætla að hita mér svoleiðis.
Sindri er fastur heima hjá honum Daða vini sínum. Ætli hann endi ekki með að þurfa að sofa þar fyrst veðrið nær ekki hámarki fyrr en um miðnætti!? Nógu slæmt er það núna.
Leikhúsferð, bollur og stormur.
Um síðustu helgi fórum við í Þjóðleikhúsið og sáum Skilaboðaskjóðuna. Börnin skemmtu sér konunglega. Þegar aðspurð um hvað hefði verið skemmtilegast sagði Birta orðrétt; "Mér fundust söngvarnir hennar Möddumömmu bera af, þeir voru allir svo fallegir." Hvað mín er orðin fullorðin.
Tók þessar myndir í leikhúsinu á símann minn.
Logi lifði sig svo inní sýninguna. Og hann lærði nýtt orð; gryfja. Honum fundust tónlistarmennirnir í gryfjunni spennandi.
Það er sorglegt hvað leikhús er dýr skemmtun fyrir börn. Ég með minn hóp fer ekki undir 10.000 kallinn fyrir eina leikhúsferð. Það væri ekki amalegt að tekið væri upp kerfi, ekki ólíkt frístundarkortunum, sem tryggði að hvert barn ætti séns á að komast í leikhús þó ekki væri nema einu sinni á ári. Ekki það að salurinn var fullur, en mikið af leikarabörnum og listafólksbörnum sem hugsanlega fá frímiða.
En ég og mín fjölskylda erum forréttindafólk, þó engir séu frímiðarnir, og næstu helgi erum við búin að kaupa miða á Gosa.
Bolludagur kom og fór. Hann Máni minn er fæddur á bolludag, en það árið var hann 5.mars.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að baka vatnsdeigsbollur eftir uppskrift Jóa Fel. En það mistókst herfilega - í bæði skiptin. Einmitt. Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta væri að mistakast hjá mér og gerði aðra tilraun. Ég sver að það er eitthvað að þessari uppskrift.
Hljóp útí bakarí á sunnudeginum (enginn tími fyrir bolluát á mánudeginum...) en það var búið að loka. Bræðurnir í Kjötborg björguðu mér. Keypti þar heilan kassa af nýbökuðum bollum.
Birta er búin að vera veik meira og minna alla síðustu viku, með leiðinda flensu.
Logi tók þessa mynd af Birtu í hreiðrinu sem hún hafði búið til fyrir framan sjónvarpið sitt.
Missti af öskudeginum, samt ekki það versta sem getur komið fyrir í jafn leiðinlegu veðri... Hún er búin að horfa á Bratz myndina allavega 10x í þessum veikindum sínum. Yndislegt að sjá hvað augun í henni stækka þegar Bratzstúlkurnar fara inní fataskápana sína. LOL Já, gelgjan er skollin á.
Logi er hinsvegar búinn að vera eiturhress.
Hér náði ég mynd á símann minn þegar hann var búin að klifra uppá stofuborð og stökk beint á mig þar sem ég lá í sófanum. Honum datt náttúrulega ekki annað í hug en að mamma myndi grípa hann. OMTC. En auðvitað gerði hún það líka. Enginn meiddi sig. En vá hvað mér brá!! LOL
Birta er voða dugleg að skamma bróðir sinn og stjórna, en hún er líka voða dugleg að hrósa honum og knúsa. Hér fær hann góða meðferð. ;) Yndislegt að liggja undir feld þegar stormurinn hvín úti.
Að lokum, hvað haldið þið að mér hafi borist með pósti núna rétt í þessu!? Jú, tilkynning frá Securitas!
Og hver haldið þið að þetta sé fremst á myndinni með vasaljósið!? Jú! Hann Máni minn. Bolludagsfrumburðurinn.
fimmtudagur, febrúar 07, 2008
Jæja - komin aftur.
Ganga líklegast út frá því að fólk sé orðið húkt á mbl.blogginu. Efast ekki um að sumir séu það - bara ekki ég... dhööö. Auðvitað er ég orðin húkt á því. En þetta er gott tækifæri til að losa sig við fíknina. ;)
Er byrjuð að flytja færslur hingað yfir frá gamla blogginu. Þetta er nefnilega svo fín dagbók.
Vicious Vikingz Crew
Vicious Vikingz Crew dönsuðu gegn rasisma á Gauknum í kvöld. Frábært fjör.
Í crewinu eru Ingi, Sindri, Steinunn og Styr undir stjórn Natöshu. Hann Sindri minn er þessi í appelsínugulu treyjunni.
Við fórum heim um leið og dansinn þeirra var búinn - enda um börn að ræða sem ekki eiga heima á bar. Ekki að þau hafi öll verið sátt við það - að þurfa að fara þegar fjörið stóð sem hæst.
Ég missti af Laufey með armböndin - hún kom of seint og ég fór of snemma. Dem.
Sindri og ég löbbuðum heim. Hann heitur eftir dansinn og þóttist ekki þurfa úlpuna yfir í þessum -10 gráðum.
xxx - var beðin um að taka þessa mynd út - þótti of krúttleg.
Og mamma gamla baslaðist þetta áfram á háum hælum í tilefni kvöldsins.
Kallast beljusvellsdansinn. sójúthinkjúkandans-hvað? En aftur að próliðinu;
Fleiri myndir hér af Vicious Vikingz Crew Natasha á heiður skilinn fyrir frábært starf með þessum krökkum.
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Félag anti-rasista kynnir;
Hann Sindri minn er að breika gegn rasisma á Gauk á Stöng. Á morgun. Ekki séns að ég missi af þessu.