föstudagur, febrúar 08, 2008

Leikhúsferð, bollur og stormur.


Um síðustu helgi fórum við í Þjóðleikhúsið og sáum Skilaboðaskjóðuna. Börnin skemmtu sér konunglega. Þegar aðspurð um hvað hefði verið skemmtilegast sagði Birta orðrétt; "Mér fundust söngvarnir hennar Möddumömmu bera af, þeir voru allir svo fallegir." Hvað mín er orðin fullorðin.

Tók þessar myndir í leikhúsinu á símann minn.

Logi lifði sig svo inní sýninguna. Og hann lærði nýtt orð; gryfja. Honum fundust tónlistarmennirnir í gryfjunni spennandi.

Það er sorglegt hvað leikhús er dýr skemmtun fyrir börn. Ég með minn hóp fer ekki undir 10.000 kallinn fyrir eina leikhúsferð. Það væri ekki amalegt að tekið væri upp kerfi, ekki ólíkt frístundarkortunum, sem tryggði að hvert barn ætti séns á að komast í leikhús þó ekki væri nema einu sinni á ári. Ekki það að salurinn var fullur, en mikið af leikarabörnum og listafólksbörnum sem hugsanlega fá frímiða.

En ég og mín fjölskylda erum forréttindafólk, þó engir séu frímiðarnir, og næstu helgi erum við búin að kaupa miða á Gosa.


Bolludagur kom og fór. Hann Máni minn er fæddur á bolludag, en það árið var hann 5.mars.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að baka vatnsdeigsbollur eftir uppskrift Jóa Fel. En það mistókst herfilega - í bæði skiptin. Einmitt. Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta væri að mistakast hjá mér og gerði aðra tilraun. Ég sver að það er eitthvað að þessari uppskrift.
Hljóp útí bakarí á sunnudeginum (enginn tími fyrir bolluát á mánudeginum...) en það var búið að loka. Bræðurnir í Kjötborg björguðu mér. Keypti þar heilan kassa af nýbökuðum bollum.


Birta er búin að vera veik meira og minna alla síðustu viku, með leiðinda flensu.

Logi tók þessa mynd af Birtu í hreiðrinu sem hún hafði búið til fyrir framan sjónvarpið sitt.
Missti af öskudeginum, samt ekki það versta sem getur komið fyrir í jafn leiðinlegu veðri... Hún er búin að horfa á Bratz myndina allavega 10x í þessum veikindum sínum. Yndislegt að sjá hvað augun í henni stækka þegar Bratzstúlkurnar fara inní fataskápana sína. LOL Já, gelgjan er skollin á.
Logi er hinsvegar búinn að vera eiturhress.

Hér náði ég mynd á símann minn þegar hann var búin að klifra uppá stofuborð og stökk beint á mig þar sem ég lá í sófanum. Honum datt náttúrulega ekki annað í hug en að mamma myndi grípa hann. OMTC. En auðvitað gerði hún það líka. Enginn meiddi sig. En vá hvað mér brá!! LOL

Birta er voða dugleg að skamma bróðir sinn og stjórna, en hún er líka voða dugleg að hrósa honum og knúsa. Hér fær hann góða meðferð. ;) Yndislegt að liggja undir feld þegar stormurinn hvín úti.


Að lokum, hvað haldið þið að mér hafi borist með pósti núna rétt í þessu!? Jú, tilkynning frá Securitas!

Og hver haldið þið að þetta sé fremst á myndinni með vasaljósið!? Jú! Hann Máni minn. Bolludagsfrumburðurinn.

3 ummæli:

Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

obbosslega ert þú alltaf fylgin sjálfri þér Beta mín, bara hættir á moggablogginu út af prinsipp ástæðum þrátt fyrir að þú vitir að hvergi er eins mikil bloggumferð. Björk er búin að sjá Skilaboðaskjóðuna og líkaði vel. Svakalega tekur hann Máni sig vel út í auglýsingunni, myndarlegur eins og mamma sín :)

Nafnlaus sagði...

mig langar í svona mynd af Mána, ég sá tíu eldingar áðan, og svo skalf steinhúsið í fyrsta sinn í 18 ár...

og engin talnaruna hér, fjúkket.

Hringbrautin sagði...

Já, veðrið er brjálað!!! Sindri kemst ekki heim - er enn heima hjá vini sínum. Ekki að það væsi um hann. Þeir eru bara að spila sína tölvuleiki.

Láttu Mána gefa þér svona mynd.
Hvað er að frétta af Garp og frú?