föstudagur, febrúar 08, 2008

Veðrið versnar


Þegar trén eru að reyna að komast inn til manns og flóð í götunni,
hvað er þá betra en góðir ullarsokkar (sem eru að sjálfsögðu prjónaðir af henni Júdithömmu) og ljúft ullarteppi ?

Kannski heitt kakó? Já, ég ætla að hita mér svoleiðis.
Sindri er fastur heima hjá honum Daða vini sínum. Ætli hann endi ekki með að þurfa að sofa þar fyrst veðrið nær ekki hámarki fyrr en um miðnætti!? Nógu slæmt er það núna.

Engin ummæli: