fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Jæja - komin aftur.

Er hætt á moggablogginu. Hélt að traffíkin sem skapaðist á mbl.is hefði dugað þeim til að hala inn auglýsendur, en nei. Nú ráðast þeir með auglýsingar inná sjálft bloggið. Án þessa að ræða þetta eða svo mikið sem tilkynna það.

Ganga líklegast út frá því að fólk sé orðið húkt á mbl.blogginu. Efast ekki um að sumir séu það - bara ekki ég... dhööö. Auðvitað er ég orðin húkt á því. En þetta er gott tækifæri til að losa sig við fíknina. ;)

Er byrjuð að flytja færslur hingað yfir frá gamla blogginu. Þetta er nefnilega svo fín dagbók.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Elísabet mín.

NEI EKKI HÆTTA AÐ BLOGGA Á MOGGA BLOGGINU. ÉG MEINA EKKI HÆTTA. Bara í guðs lifandi bænum. Þessar auglýsingar verða teknar út von bráðar það hef ég von um.

Hafðu það sem best Beta mín. Þú ert æðisleg en ekki segja upp Mogga blogginu. Bara please. Þú ert svo skemmtileg.

Bestu kveðjur til þín og ég mun setja þína síðu í bookmarks hjá mér.

Bestu kveðjur.

Valgeir.

Nafnlaus sagði...

Vááá!!! Hvað þú ert töff!!! Fékk sjokk þegar ég uppgötvaði að þú varst horfin. Varð líka brjáluð þegar ég sá auglýsingu inni á blogginu mínu, en kann ekki að koma mér eitthvað annað. Fyllist sjaldgæfri vanmáttarkennd við tilhugunina. Spurning hvort hægt er að fara í einhverjar aðrar aðgerðir........
Bestu kveðjur

Guðrún

Nafnlaus sagði...

ég meina hvað er að auglýsingum, þær eru bara story, jess, en það er nottla ekki hægt að vera alltaf main stream, ekki var hillary edmund meina ég ekki var hann mainstream, og ekki var doktor livingstone mainstream, og ekki norðurpóllinn heldur, samt er hann að bráðna og ég er búin að moka tröppurnar, vinkona mín ætlaði með mér í heita pottinn í kvöld en hún er föst á kastrup svo ég bara gref mig oní þunglyndið, og þar eru engar auglýsingar, ekki nema þegar konan í rauða kjólnum fer að auglýsa sig fyrir þunglyndissjúklingnum. en þetta er nú fallegri bloggsíðu. fólk hefur oft sagt við mig, komdu á moggabloggið en ég er norður á ströndum, þareru ísbirnir, æðarfugl, selir, ... hvað var verið að auglýsa.

Nafnlaus sagði...

Elísabet.

Farðu inná síðuna mína. Ég nota Firefox vafrann og ég náði að nota fítus í vafranum sem heitir Adblock Plus og nú eru engar auglýsingar á síðunni minni. Kíktu.

Hringbrautin sagði...

Hæ Guðrún.
Hún Birgitta er með frábæra hugmynd - að allir, sem eru á móti birtingu auglýsinga á blogginu sínu, læsi bloggunum sínum einhvern tiltekinn dag. Leyfa þeim aðeins að finna að þeir missa traffík, ergo auglýsingatekjur, ef þeir missa bloggarana.

Valgeir, með adblocker ertu aðeins að fela auglýsinguna á þinni tölvu. Þeir sem heimsækja síðuna þín, án þess að vera með svona blokker, halda áfram að sjá hana.

Allt í einu gætum við verið að auglýsa eitthvað sem er andstætt öllum okkar gildum; mcdonalds, Goldfinger eða eitthvað þaðan af verra!!

Auglýsingar eru áróður, sagan er hulin öllum þeim sem ekki kynna sér sannleikann á bak við áróðurinn.

Nafnlaus sagði...

Ég meina, ætliðið að hætta að keyra um bæinn bara tilað sjá ekki auglýsingar, hætta að horfa á sjónvarp, ætliði þið að setja handklæði í flettiskiltin, hvar á þetta enda, ég stend með Valgeiri, þar er sönn rödd á ferðinni.

Hringbrautin sagði...

Ég stend líka með Valgeir, enda er hann einnig alfarið á móti þessum auglýsingum, eins og er augljóst af lestri bloggs hans.

Ég myndi ekki kæra mig um að keyra um á bíl með auglýsingum sem ég hef ekkert vald yfir hverjar eru. Það er eina sambærilega viðmiðunin.

Kannski er þetta spurning um hversu mikill þolandi maður er til í að vera?