laugardagur, júlí 02, 2005

Næturlangt


Björk, besta vinkona Birtu, ætlar að gista. Það er búið að grátbiðja um þetta í heilan mánuð. Eitthvað vorum við foreldrar efins þar sem hvorug þeirra er dugleg að fara að sofa og skríða alltaf uppí til mömmu og pabba. En þær eru búnar að leika sér fínt saman í allan dag og voru búnar að hátta sig um fjögur leitið.
Picasa

Svona ætla þær að sofa. En í raun var hvorug þeirra sofnuð núna þegar klukkuna vantar korter í miðnætti - en sjáum til hvað gerist.
Picasa

Sindri og langamma til Svíþjóðar.


Mamma straujar og straujar - Það er stórferðalag í vændum.

Dhhhhhööööö við viljum líka fara.
Picasa

En það er bara Sindri sem pakkar niður og fær að fara.
Picasa

Og hér er Júdith langamma og Sindri mætt á flugvöllinn tilbúin í flug yfir hafið.
Picasa

Eru þau ekki yndisleg!
Picasa

Sindri tékkar inn töskurnar...
Picasa

...meðan langaamma býður þolinmóð í biðsalnum.
Picasa

Þetta er það síðasta sem ég sá af þeim.
Góða ferð elskur og góða skemmtun!
Picasa

fimmtudagur, júní 30, 2005

Rigningadagar


Birta sjóræningi í regnkápu.

Það er mest lítið af okkur að frétta núna.
Það rignir og rignir og best að halda sig inni við.
Sindri hélt þó út fyrir bæinn á veiðar og kemur aftur á föstudaginn - til þess að fljúga til Svíþjóðar á laugardaginn. Máni og Anna eru á leið til Trékyllisvíkur á skákmót. Við hin notum vídeóið meðan trambólínið stendur blautt útí garði.
Hello

sunnudagur, júní 26, 2005


Hver skyldi þessi frækni fótboltakappi vera?
Hello

Þetta er sko Birta fótboltastelpa!
Posted by Hello