laugardagur, júlí 14, 2007

Sindri útí heim.

Þá er hann Sindri minn í flugi til Köben á leið sinni til ömmu og afa í Falsterbo.

P1010576 Við erum strax farin að sakna hans og ekki síst öfundum við hann mikið.

Ekki útaf góða veðrinu, höfum nóg af því. Ekki vegna framandi menningar. Ég Birta og Logi vorum einmitt að koma af American Style og varla neitt meira framandi en það...

Ekkert smá fyndið hvað það voru margir amerískir túristar að borða þar.

Við öfundum Sindra af því hann verður knúsaður og dekraður í kaf af ömmu og afa. Og Falsterbo, skóginum og ströndinni.

Myndin af honum kemur á ská af því að ég er með makkatölvu. Það er sama hvað hún er flott og slikk - ég er bara ekki að skilja allt sem hún gerir....

SP_A0328

Ég beið að sjálfsögðu í tvo tíma fyrir utan flughöfnina þangað til flugvélin fór í loftið. Það er súrt að ekki skuli vera hægt að skella nokkrum bekkjum út fyrir fólk að sitja á. Maður ráfar þarna um og af því veðrið er gott er fáránlegt að hanga inni á flugstöðinni en þá er ekkert í boði nema bílastæðið. Ég fann mér stein þar til að tylla mér á.

Þetta er mynd af mér að bíða. Þá var ég ekki búin að finna steininn.

Ferleg flottar hraðaæfingar á veginum til og frá Keflavík. 90 km/klst svo niður í 70 í 10 sek og svo 50 í 30 sek og svo 70 í 10 sek og svo aftur 90 km/klst og svo aftur 50 etc. Svona er þetta fram og til baka. Ferlega fyndið að halda að þetta geri eitthvað. Ég þori að lofa ykkur að enginn hægir meira á sér en niður í 80-70 km/klst. Þetta eru allt of stuttir kaflar fyrir annað. En kannski góð leið að ná í pening í ríkiskassann. Samt engin lögga á leiðinni í dag. Og eitt mótorhjól á allavega 130 km/klst. Vona að viðkomandi komist heill á höldnu á vegarenda og að honum takist ekki að rústa lífi annarra.

Og nú er Sindri örugglega lentur.

föstudagur, júlí 13, 2007

Að sýna naríurnar.

Ég hef uppfyllt kvenlega skyldu mína. Mætti til vinnu í gegnsæjum kjól.
inyourhomebotreee110c

Þetta var ekki skipulögð aðgerð en tengist hugsanlega því að í dag er föstudagurinn þrettándi. Ég var vel viðunda í morgun. Kom of seint til vinnu en fékk í staðin að njóta visku Dr. Phil, svona í morgunsárið, meðan ég hressti mig við með sykri og rótsterku kaffi. Sú hressing dugði greinilega ekki því ég var nógu sljó til að ákveða að fara í eldgamlan kvöldkjól og láta sem væri sumarkjóll.

Í réttu ljósi sést vel í gegnum hann.
En ég er eiginlega bara fegin að þessari kvenlegu skyldu er uppfyllt. Nú hef ég sýnt meira en femínista ber og get með réttu kallað sjálfa mig kvenlega, allavega út þetta ár.

Og þið þarna uppí vinnu sem eruð að lesa þetta; HÆTTIÐ AÐ HLÆJA! Hlátursköllin heyrast alveg hingað inná skrifstofu til mín. Ég segi það enn og aftur; "ömmunærbuxur eru víst í tísku."

panties

Nornin í hverfinu.

Elísabet Jökuls megabeib var Í kastljósinu í gærkvöldi.

GAPBOSSQ Þar ræddi hún Rio Tinto. Það skítafyrirtæki. Eins og Illugi Gunnars benti á erum við með mörg skítafyrirtæki hér á landi. Til dæmis Coca Cola. En það er engin afsökun fyrir því að næra fleiri. En græðgin á sér engin takmörk og við til í að selja sálu okkur fyrir nokkra dollara. Súrt.

Í samanburði finnst mér forgangur gegnum vopnaleit á Keflavík smámál. Er mér ekki skít sama!? Ræðum frekar ofbeldið sem felst í því að leita á fólki, fá það úr skónum, hefta með boðum og bönnum, vitandi að sénsinn á því að um hryðjuverkamenn sé að ræða er minni en nánast enginn. Fíflagangur per exelance.

Lyfjastofnun sá sér ekki annað fært en að úrskurða Mínlyf ólöglega póstverslun.

Hvílíkur farsi. Á sama tíma auglýsa íslenskar síður aðgang að hugsanlegu fórnarlambi mansals án nokkurra viðurlaga. Engin leið fyrir aumingja löggæsluna til að sjá að íslendingar hafi komið að flutningi konunnar undir ógeðslega íslenska kalla. Algerir vibbar. Vibbakallar. (Og þetta á líka við um ógeðslegu kallana á Stöð 2 sem hafa ekki snefil af skinsemi í kroppnum. Var hægt að leggjast lægra í fréttaflutning af þessu máli?).

En nei við skulum ná þessum sem er að reyna að aðstoða veikt og gamalt fólk að fá lyfin sín. Allt löglegt nema við úrskurðum bara heimasíðuna hans sem póstverslun - et voila - asskoti erum við klárir. Hægt að halda áfram að græða á þeim sem minnst mega sín. Justis is done.

Svo var það heimilið á Njálsgötu. Mér finnst alveg valid spurning hvort borgaryfirvöld eru að byggja upp gettó ef það er rétt að þeir eiga flest húsin þarna í hverfinu. Eins skil ég vel áhyggjur fólks með börn og unglinga. Við erum að tala um karlmenn í neyslu. Neysla verandi orðið til að leggja áherslu á. Það var gaman að hlusta á Elísabet tala um nornina í hverfinu. En ég er samt á því að fólk eigi að hafa völd til áhrifa á sitt nánasta umhverfi.

Allavega. Elísabet megabeib var megaflott og vel máli farin og í geggjaðri blússu og flottum rauðum strigaskóm. Svo miklu meira traustvekjandi en svörtu jakkafötin hans Illuga sem er líka vel máli farinn en hræddur við að klæða sig. Af hverju vill þess myndarlegi maður fela sig í svörtu?