Þá er hann Sindri minn í flugi til Köben á leið sinni til ömmu og afa í Falsterbo.
Við erum strax farin að sakna hans og ekki síst öfundum við hann mikið.
Ekki útaf góða veðrinu, höfum nóg af því. Ekki vegna framandi menningar. Ég Birta og Logi vorum einmitt að koma af American Style og varla neitt meira framandi en það...
Ekkert smá fyndið hvað það voru margir amerískir túristar að borða þar.
Við öfundum Sindra af því hann verður knúsaður og dekraður í kaf af ömmu og afa. Og Falsterbo, skóginum og ströndinni.
Myndin af honum kemur á ská af því að ég er með makkatölvu. Það er sama hvað hún er flott og slikk - ég er bara ekki að skilja allt sem hún gerir....
Ég beið að sjálfsögðu í tvo tíma fyrir utan flughöfnina þangað til flugvélin fór í loftið. Það er súrt að ekki skuli vera hægt að skella nokkrum bekkjum út fyrir fólk að sitja á. Maður ráfar þarna um og af því veðrið er gott er fáránlegt að hanga inni á flugstöðinni en þá er ekkert í boði nema bílastæðið. Ég fann mér stein þar til að tylla mér á.
Þetta er mynd af mér að bíða. Þá var ég ekki búin að finna steininn.
Ferleg flottar hraðaæfingar á veginum til og frá Keflavík. 90 km/klst svo niður í 70 í 10 sek og svo 50 í 30 sek og svo 70 í 10 sek og svo aftur 90 km/klst og svo aftur 50 etc. Svona er þetta fram og til baka. Ferlega fyndið að halda að þetta geri eitthvað. Ég þori að lofa ykkur að enginn hægir meira á sér en niður í 80-70 km/klst. Þetta eru allt of stuttir kaflar fyrir annað. En kannski góð leið að ná í pening í ríkiskassann. Samt engin lögga á leiðinni í dag. Og eitt mótorhjól á allavega 130 km/klst. Vona að viðkomandi komist heill á höldnu á vegarenda og að honum takist ekki að rústa lífi annarra.
Og nú er Sindri örugglega lentur.