föstudagur, júní 08, 2007

Hún mamma mín.

Hún mamma mín á afmæli í dag.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MAMMA!

P1000934

Hér er mamma mín í samræðum við hana mömmu sína, ömmu mína.

Hún mamma er nokkuð eldri en ég en lítur ekki út fyrir það. Hún er nefnilega svo létt í hjartanu. Ég ætla að verða eins og hún þegar ég verð stór.

Það sem ég kann best að meta í fari mömmu minnar er hvað hún er trygg og flippuð.

Já þú ert flippuð mamma.

Ég kæmi með köku ef ég væri ekki stökk á þessari eyju með erlenda eyjarskeggi í heimsókn.
Skála fyrir þér í kvöld.

knús.

þriðjudagur, júní 05, 2007