laugardagur, febrúar 09, 2008

Botox hættulegt

Viðvörun frá FDA.


Hinir vinsælu hrukkubanar, Botox, og Myobloc eru nú taldir hafa valdið alvarlegum skaða og jafnvel dauða. Allt rakið til botulisma.

Bæði Botox og Myobloc nota botulinum eiturefni, sem stöðva taugaviðbrögð til vöðva í líkamanum og gera þá þannig slaka.

Vandamálið er að eiturefnið getur farið víðar en akkúrat þar sem því er sprautað inn, jafnvel farið að lama vöðva sem við notum t.d. til öndunar og/eða til að kyngja mat.

Verstu hliðarverkanirnar hafa komið upp hjá börnum sem hafa verið sprautuð með efninu, flest með einhverskonar taugakippi og flog sem verið er að reyna að draga úr.

Þótt framleiðendur Botox hafi staglast á því að börn með taugakippi og flog séu að fá miklu stærri skammt en fólk sem er að losa sig við hrukkur, hafa heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum bent á að skýrslur berist um allskyns hliðarverkanir frá fólki sem er að fá efnið af ýmsum ástæðum.

Viðvörunin kemur í kjölfar kröfu neytendasamtaka um að auka viðvaranir á efninu, til lækna og fólks sem er að velta því fyrir sér að fá því sprautað í sig. Kröfunni til stuðnings fylgdu yfirlýsingar frá 180 sjúklingum sem sitja eftir með vökva í lungum, erfiðleika við að kyngja og lungnabólgu. Einnig voru tiltekin 16 dauðsföll sem rakin eru til inntöku Botox.

Allir þeir sem fá sprautað í sig eiturefninu Botox, verða strax að hafa samband við lækni ef þeir upplifa vandræði við að kyngja eða anda. Eða ef þeir fá vandræði með tal eða finna slaka í einhverjum vöðvum í líkamanum.

Best væri að aldrei, ALDREI, koma nálægt þessu efni. Njóta þess að eldast með virðingu.

Verðbréf í Shares Allergan Inc., sem framleiða Botox, féllu um meira en 6 prósent sama dag og amerísk yfirvöld sendu út viðvörunina föstudaginn í síðustu viku.


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú ættir frekar að birta mynd af mínum hrukkum en sýna þessar skrímslamyndir, mínar hrukkur eru nefnilega eitthvað alveg sérstakt - á góðum degi.

Nafnlaus sagði...

Þetta er mesti óhugnaður sem ég hef séð í myndformi - þessi neðri mynd!
Ég er ekki alveg búin að læra inn á þetta blogg þitt - en ég er alvarlega að hugsa um að fara líka af mbl ég bíð samt fram yfir helgi til að sjá svarið frá þeim um auglýsingahelv...
Hafðu gott á sunnudeginum.

Nafnlaus sagði...

Þetta var EDDA

Hringbrautin sagði...

Sko mína! Velkomin Edda.
Það er alltaf hollt að læra eitthvað nýtt. Það eru kostir og gallar við bæði kerfin. Þú verður enga stund að tileinka þér þetta. ;)

Já þetta er óhugnanlegt þegar "fegurðar"aðgerðir misheppnast. Því miður er það miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Telst heldur ekki áhugavert til fréttaflutnings. Þykir mikilvægara að halda að manni þeirri fáránlegu ímynd að ellimerki séu skelfilegt lýti.