þriðjudagur, mars 11, 2008

Persónuleg árás.

Ég mun héðan í frá taka allri kvenfyrirlitningu sem persónulegri árás. Og bregðast við henni sem slíkri. Sem kona hafna ég því að hægt sé að réttlæta kaup á mér. Sem skinsöm manneskja hafna ég því að kynlífsfantasíur réttlæti ofbeldi á konum.

7 ummæli:

katrín anna sagði...

jamm ég líka!

Nafnlaus sagði...

Varstu búin að sjá pistilinn hennar Erlu Sig í Köben?
Annars er áeg sammála.
Edda

Nafnlaus sagði...

Ef ég ákveð að verða fyrir persónulegri árás í hvert sinn sem ég verð var við karlfyrirlitningu, þá mun ég sennilega gera lítið annað en að verða fyrir persónulegum árásum. Gangi þér vel með þennan lífsstíl, þó ég efist um að hann færi þér lífshamingju.
Kannski er ágætt að minna á að karlfyrirlitning er alveg jafn algengt fyrirbæri og kvenfyrirlitning. Karlremba er einnig jafn algengt fyrirbæri og kvenremba. Ef maður einbeitir sér að því að taka eftir þessum fyrirbærum og verða mjög móðgaður þegar maður verður var við þau, þá gerir maður sennilega lítið annað en að vera móðgaður. Good luck and god bless.

Hringbrautin sagði...

Ég yrði ekki hissa þó ofanritað sé frá opinberum starfsmanni sem horfir ekki of mikið á Kastljósið. Í því mislukkaða magasíni er mörgum mínútum hent í karla sem verða móðgaðir. "Bubbi sagði og þá sagði Biggi" sandkassaleikir sem fá hverja meðal konu til að huga að mikilvægi uppeldis barna. Karlar verða móðgaðir og fá mikið pláss til að tjá sig um þá móðgun meðan konur eru svívirtar án þess að fá vörn við reist.

Það er eitt hvað Stína sagði við Jónu eða hvað Bubbi sagði við Bigga. Annað þegar umræðan litast af því að konur séu réttmæt söluvari til að örlitlir karlar upplifi sig stærri.

Það er eitt hvað Bubbi sagði við Bigga, annað að konur fái stöðu sína í þjóðfélaginu á hreint, fá að vita hvar skápurinn stendur, þegar ofbeldi gegn þeim er talið minniháttar leiðindi sem fellur í skuggann á hvaða fyllerískjaftshöggi sem er.

Það er sorglegt að hugsa til þess hvað þarf litla greind til að hljóta stöðu í þessu kerfi okkar; ef bara karlmaður.

Hringbrautin sagði...

Jamm Edda.
erlasig.blog.is

Nafnlaus sagði...

Takk elsku Betan mín fyrir æðislegt kvöld og þið eruð bara yndisleg öll sömul og Loginn er frábær jafnt og Birta sæta...love you too..ps.ætla ekki að tjá mig neitt um þetta málefni,of viðkvæmt fyrir mig núna,you know what i mean honey

Nafnlaus sagði...

Bubbi og Biggi eru dæmigerðir heimskir karlmenn. Konur eru ábyrgar og hugsa um börn sín meðan karlmennirnir fara í sandkassaleik. Karlmenn eru móðgaðir of fá alltof mikið pláss í fjölmiðlum. Opinberi starfsmaðurinn fékk starfið vegna þess að hann er karlmaður, og ekki vegna menntunar sinnar og hæfni. Þessi karlkyns opinberi starfsmaður er heimskur.

Karlfyrirlitning er ekkert skárra eða betra fyrirbæri en kvenfyrirlitning. Bæði fyrirbærin eru jafn slæm.

Í guðs friði.