laugardagur, mars 01, 2008

Það er ódýrt að misþyrma konu.

Í gær féll dómur í máli þar sem maður er kærður fyrir að misþyrma vinkonu minni. Hann barði hana í spað. Hún lenti inná sjúkrahúsi. Fyrir utan líkamleg og andleg sár varð hún fyrir fjárhagslegu tjóni þar sem hún var ekki vinnufær í nokkurn tíma eftir ofbeldið.

Og í gær féll dómurinn. Hann er dæmdur sekur. Það er viðurkennt að hann hafi misþyrmt vinkonu minni og valdið henni tjóni. Hann fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og gert að greiða henni 150.000 kr.

Ánægja okkar er ekki mikil. Okkur er samt tjáð að þetta sé mikill sigur. Það hefðu ekki brotnað nein bein og eins líklegt að hann yrði ekki dæmdur sekur. Mikill sigur.

Mér er pínu óglatt. Ef vinkona mín hefði verið kall og annar kall, hefði á netinu eða á riti, kallað hana rasista, geðveika eða fallna hefði hún fengið bætur sem hefðu dekkað tekjutapið sem hún varð fyrir vegna barsmíðanna.

Ég gef skít í þetta kerfi. Það er ekki að vernda hagsmuni mína eða annarra kvenna. Virðing mín fyrir því er engin og ég mun ekki hlíta boðum þess. Ég ætla að treysta á sjálfa mig, vinkonur mínar og skapa mitt eigið kerfi. Over and out.

37 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Elísabet mín.

Já þetta er fáránlegur dómur og sínir bara hvernig réttarkerfið er hérna á Íslandi. Það er dæmt svo vitlaust að mínu mati. Sumir fá mun harðari dóma fyrir mun minni brot og svo öfugt.

En mér fannst þetta fín og fróðleg færsla hjá þér. Þú ert að skapa umræður um mjög margt í þessu landi okkar sem er því miður að fara illa.

En jæja ég er bara eitthvað að bulla hérna. En ég er að reyna að hugsa rökrétt. Það gengur ekki alltaf auðveldlega. En svona er ég.

Bestu kveðjur Elísabet mín og til hamingju með 1.mars (útborgunardagur).

Hafðu það sem best áfram. Ég kíkji alltaf daglega inn á síðuna þína.

Bestu kveðjur.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig í morgun og ég er fegin að Loginn jafnaði sig,kannski vill hann bara koma með mér næst...en þessi dómur er náttúrulega fáránlegur og engin orð sem ég hef yfir þetta og algjörlega til skammar.Já sköpum okkar eigið kerfi,ég verð með.See you darling

Nafnlaus sagði...

Ég og Guðbjörg viljum hér með skrá okkur í þetta kerfi. Tökum í leiðinni stóriðju. ATH. Ég er ekki að grínast!

Nafnlaus sagði...

Ég lamast að innan af skelfingu. Þetta er svo hræðilegt að ég get ekki komið orðum að því.
Ég vil gjarnan fá að vera með í kerfinu þínu.

Nafnlaus sagði...

Hjálpi mér!! Þetta er svívirðilegt!

Ég er með!

Nafnlaus sagði...

Þarna ertu þá..var síst að skilja hvað hefði orðið um þig, gott að ég fann þig.
Hvað þessa frásögn varðar þá er hún því miður ekki einsdæmi, aftur og aftur sér maður svona dóma og svo aftur fáránlega þunga dóma í öðrum málum eins og til dæmis þeim sem þú nefnir,bloggdómnum.Ég sjálf þekki svona mál. Dóttur minni var nauðgað af tveimur strákum þegar hún var 13 ára gömul...hún var á sjúkrahúsi í nokkra mánuði á eftir og gat ekkert sótt skóla þann veturinn. Þeir játuðu fyrir rétti og fengu 10 mánaða skilorð og henni voru dæmdar 500.000 þúsund kr, í miskabætur. Þann dag missti ég trúnna á réttarkerfið. Ég er með þér í liði.
Hlakka til að fylgjast með þér á nýju bloggsvæði.
Kveðja Hrafnhildur(krummasnill)

Nafnlaus sagði...

Ég á ekki orð yfir þessu. Flott hjá þér að skrifa um þetta.

Nafnlaus sagði...

Ég verð alltaf svo reið þegar ég les svona dóma og langar til að öskra og æpa og fleira miður skemmtilegt. Dómskerfi íslands tekir því miður allt allt of slælega á ofbeldisbrotum og sérstaklega þegar um makaofbeldi er að ræða.

Tók mér það bessaleifi að linka inn á þessa umræðu frá blogginu mínu.

Nafnlaus sagði...

Hér er dómurinn:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200701144&Domur=3&type=1&Serial=1&Words=

Hringbrautin sagði...

Nei, þetta er reyndar annar dómur sem féll sama dag og er jafn svívirðilegur. Eiginlega svívirðilegri því þar er það talið manninum til refsilækkunar að konan hafi byrjað með því að reka honum kinnhest. Afsakið meðan ég garga mig hása.

Dóm vegna vinkonu minnar er ekki búið að birta. Skil ekki alveg af hverju. Set hann inn um leið og hann birtist.

katrín anna sagði...

ARG. Löngu búin að missa allt álit á þessu „réttarkerfi“ í málum er lúta að ofbeldi gegn konum (er ekki hægt að finna annað nafn á þennan sirkús???) Eins og ein sagði um daginn - við erum afskaplega glöð yfir að hafa lög um að þetta sé bannað þó lögin séu vita gagnslaus í reynd...

Hringbrautin sagði...

Það sem fer verst í taugarnar á mér, í þessu tiltekna máli sem ég vitna í, er að ofbeldismaður vinkonu minnar var sleginn kaldur niður fyrir utan veitingastað ári áður en hann gekk í skrokk á vinkonu minni. Gerningsmaðurinn þar kýldi hann kaldan, hringdi á sjúkrabíl og var miður sín. Ástæðan fyrir því að hann kýldi hann er sú að ofbeldismaður vinkonu minnar var að abbast uppá vinkonu hans þarna um kvöldið. Fór með hönd upp um pilsið á henni og var afar ruddalegur. Hún endaði grátandi og í sjokki. Reynt var að tala hann til en hann varð enn ofbeldisfyllri með þeim afleiðingum að hann var kýldur og datt í gangstéttina.
Hann var, fyrir atbeini þess sem kýldi hann, fluttur uppá sjúkrahús. Þar lætur hann enn ófriðlega. Var ruddalegur og dónalegur og vildi ekki leyfa neinum að líta til sín. Nokkru seinna verður starfsfólk sjúkrahússins ljóst að hann hefur dottið úr rúminu sem hann lá í og niður á gólf. Ca. meters fall og er meðvitundarlaus. Í ljós kemur heilablæðing. Ekki þykir ólíklegt að heilablæðingin sé til komin vegna falls úr sjúkrarúminu. Nokkrir læknar vitnuðu um óafsakanlega hegðun hans og hugsanlegar afleiðingar hennar og fallsins úr sjúkrarúmminu.

Drengurinn sem var að verja vinkonu sína, og endaði með að kýla ofbeldissegginn, fékk 3x lengri dóm, 3 mánuði skilorðsbundna líka í tvö ár. Hvað er réttlætið í því? Hvurslags plebbadómur er það síðan að gefa þessum ofbeldishund 30 daga skilorðsbundið fyrir að hafa gengið í skrokk á nettri 55 kílóa konu - þannig að stórsá á henni, fullkomlega að ástæðulausu, hárið mikið til rifið af etc.??? Gæinn ætlaði, gungan sem hann er, að nota það sem vörn að hún hafi veitt sér sjálfri þessa áverka til að ná sér niðrá honum - einbeittur brotavilji sem ekki var að finna hjá þeim dreng sem lenti í aumingjanum fyrir utan Mál og menningu.

Þann dóm má lesa í heild sinni hér; http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600357&Domur=2&type=1&Serial=1

Nafnlaus sagði...

Fyrrverandi maðurinn minn fékk 2 mánuði skilorðsbundið til tveggja ára, ég fékk 150 þús kr í miskabætur. ég var ófær til alls í margar vikur á eftir og er ennþá að berjast við eyrnaverki eftir að það blæddi inn á eyrun eftir barsmíðarnar. Versta er að það þarf svo mikið til að konur kæri, þurfti margar slysóferðir áður en ég fór endanlega ´frá honum:(

kveðja Svana

Nafnlaus sagði...

Ég er brjáluð yfir þessu. Hvað er að þessum mönnum? Hvað er að dómskerfinu? Af hverju endurspeglar það ekki siðferðisvitund þjóðarinnar?
Og hvernig verða menn svona?

Nafnlaus sagði...

hún hlýtur nu að hafa boðið eitthvað uppá þetta...
trúi bara ekki öðru..

Hringbrautin sagði...

Takk kærlega fyrir frábær viðbrögð. Svana - kona verður alveg rosalega reið að heyra þetta. Dómur eftir dóm eftir dóm sem sýnir alveg ótrúlega fyrirlitningu gegn þeim skaða, og því tjóni, sem fórnarlömb ofbeldis verða fyrir; fyrirlitning sem endurspeglast ekki síst þegar kemur að konum og börnum.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir færsluna kæra vinkona!!!

Nafnlaus sagði...

Ragnhildur,

Mér þykir leitt að þurfa að svara spurningu þinni: "Afhverju endurspeglar þetta ekki siðferðisvitund þjóðarinnar?" með svarinu: Hvaða siðferðisvitund? Íslendingar eru ekki siðmenntuð þjóð. Við erum gráðug og hégómagjörn, tilgerðarleg og full af fyrirlitningu í garð nágranna okkar, og það endurspeglast í stjórnsýslu- og dómskerfum okkar.

-Þröstur.

Nafnlaus sagði...

Betan mín - áhrifarík færsla við erum svo sannarlega saman í liði. Við hljótum alveg að fara að finna upp á einhveru sem dugir.
Hjartans kveðjur
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Einar, mikið vona ég að þú sért troll...

Nafnlaus sagði...

Sendi þér og vinkonu þinni samúðarkveðjur og vekjum fólk upp frá dauðum og búum til nýtt réttarkerfi með hjálp mannréttindadómstóls Evrópu.
Edda Agnarsdóttir

Nafnlaus sagði...

Þetta er til skammar bara.
Ekkert annað!
-Ævar

Nafnlaus sagði...

Ég er stolt af þér Elísabet og þínum dómstól.

Elísabet Jök.

Máttur Kvenna sagði...

Sæl Elísabet, ég get ekki verið annað en hjartanlega sammála þér í þessari umræðu. Ég þekki nú aðeins til þessa málaflokks þar sem ég er eiginkonan ógurlega sem á að hafa rekið manninum kinnhestinn sem réttlætti hálftíma barsmíðar fyrir framan 5 ung börn. Og hann braut í mér nokkur bein, en einhverra hluta vegna fannst lækni á neyðarmóttöku sem tjáði mér að ég væri með 3-4 brotin rifbein og trúlega brákaða augntóft og brákaðan kjálka ekki ástæða til að láta taka röntgenmyndir eða ljósmyndir, eða nefna það í áverkavottorði. Ég veit það héðan í frá að ég þarf sjálf að heimta slíkar myndatökur. Svo er ég ekki viss um hvort ég hafi rekið honum kinnhestinn eður ei, hélt reyndar að ég hefði ekki gert það, en eftir að hafa lesið öll gögn og skoðað hug minn vel og vandlega ofan í kjölinn þá bara hreinlega veit ég það ekki! En minn elskulegi eiginmaður er að því er mér er sagt að bíða dóms í stóru fíkniefnamáli, auk þess sem hann á langan og skrautlegan brotaferil að baki. Hann til dæmis skaut úr haglabyssu í átt að fyrri sambýliskonu sinni og barnsmóður, en var svo HEPPINN að búa í litlu þorpi út á landi og fékk sekt fyrir notkun FLUGELDA utan leyfilegs tíma fyrir þá! Þetta er nú þetta dásamlega réttarkerfi sem við búum við! Má ég vera með í nýja kerfinu þínu????

Hringbrautin sagði...

Elsku vinkona - vertu velkomin!
Við verðum að snúa bökum saman og takast á við þennan Golíat sem réttarkerfi okkar er.

Ég tel nauðsynlegt að fá lögfræðing til liðs við okkur, velja nokkra góða dóma og taka til Mannréttindadómstólsins. Þannig fáum við mat á íslenska dóma í málum sem snerta ofbeldi gegn konum og börnum.

Það hefur sýnt sig og sannað að áköll okkar ná ekki yfir varnarveggi dómstólanna.

Ég tel þarft að stofna sjóð og byrja að safna því eitthvað kostar það!!!

Hringbrautin sagði...

ps. emilinn minn er betar@cutandpaste.is, fyrir þau sem vilja vera með! Allir saman. Það hefst best þannig.

Nafnlaus sagði...

Það væri gaman að sjá hversonar dómar eru að falla í svipuðum málum.
Ef að hann Davíð Oddsson myndi reka mér kinnhest, ætli ég myndi fá 2 máuði skilorðsbundna ef að ég tæki mig til og gengi í skrokk á honum.
En ef að ég gerði það sama við hæstaréttardómara ?
Eða lækni ?
Það er ekki sama hvort að þetta er jón eða séra jón.
Jón eða Jónína !
Og svo eru þeir að kvarta undan því að of fá fórnarlömb kæri,,,, til hvers eiga konur að leggja á sig að álag sem því fylgir, þegar að dómarnir og lögin eru svona !

Nafnlaus sagði...

Mig langar að koma með tvær athugasemdir.

1) Nú er það svo, að í 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga er mælt fyrir um að hámarksrefsing fyrir líkamsárás, sem er ekki svo alvarleg að hún varði við 218. gr sömu laga, sé sex mánaða fangelsisvistun, en eins árs fangelsisvistun ef háttsemin er sérstaklega vítaverð. Í 61. gr. lýðveldisstjórnarskrárinnar segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum einungis fara eftir lögunum. Það hvort að þessar refsingar fyrir líkamsárásir séu of vægar refsingar er því ekki lögfræðilegt álitaefni heldur pólitískt, eða öllu heldur siðferðilegt. Kannski væri eðlilegra fyrir þig að panta fund hjá dómsmálaráðherra og ræða við hann um þetta, frekar en að bölsótast út í dómstóla.

2) Mannréttindadómstóll Evrópu myndi vísa frá máli um það hvort refsingar samkvæmt almennum hegningarlögum séu of þungar eður ei. Þess konar mál heyra ekki undir dóminn.

Nafnlaus sagði...

'Oskaplega gaman að sjá svona marga fordæma þetta hræðilega réttarkerfi og ég er persónulega ofsa stolt yfir þér Elísabet að taka þetta upp í blogginu þínu.
A,S

Nafnlaus sagði...

Ótrúlegt. 150.000 er móðgun við konuna.

Gott framtak að skrifa þessa grein. Það gæti verið fyrsta skrefið.

Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Er með í hverslags aðgerðum gegn þessu rotna kerfi.

Nafnlaus sagði...

x var sakfelldur fyrir þjófnað, fíkniefna- og umferðarlagabrot.

Þá var hann einnig sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa slegið A hnefahögg í andlitið. Féll A við það aftur fyrir sig og skall með hnakka í jörðina og fékk við það glóðarauga og dreift heilamar. Í framhaldinu stappaði x með fæti ofan á líkama A.

Með hliðsjón af því hversu alvarlegur verknaður ákærða var, vísan til 1., 3. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og því að ákærða var einnig ákveðin refsing vegna skilorðsrofs var refsing hans ákveðin fangelsi í 14 mánuði.

Skaðabótakröfu A er vísað frá dómi.

Sjá dóminn

Nú vil ég ekki gera lítið úr ofbeldi gegn konum en vægar refsingar eru ekki einkamál kvenna.

Þessi maður hér að ofan fékk engar skaðabætur. Það er nú þannig að skaðabætur vegna ofbeldisverka eru mjög lágar hér á landi. Skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða.

Það er löngu kominn tími til að löggjafinn hysji upp um sig buxurnar og taki til í þssum málaflokki.

Það er alls ólíðandi að hægt sé að misþyrma fólki án þess að þeir sem slíkt gera séu látnir sæta fullri ábyrgð og bæta sitt tjón að fullu.

Nafnlaus sagði...

Nanner Sagði:

"auk þess sem hann á langan og skrautlegan brotaferil að baki. Hann til dæmis skaut úr haglabyssu í átt að fyrri sambýliskonu sinni og barnsmóður"

Og þetta er maður sem þú VALDIR að eignast börn með / vera í sambandi við? er ekki spurning að leika sér EKKI að eldinum

Máttur Kvenna sagði...

Stefán: Ég hef hingað til ekki lagt í vana minn að biðja menn að leggja fram sakavottorð við fyrstu kynni, kannski ég fari að gera það eftir þetta! Og nei, ég á ekki börn með honum. Veist þú ALLT um þína konu/kærustu/vinkonu (að því gefnu að þú eigir slíka)??? Sumt fær maður aldrei að vita, annað of seint, og enn annað ekki fyrr en eftir á!

Nafnlaus sagði...

Ég er algerlega sammála Þetta er fáránlegt og dómurinn kallast ekki dómur, heldur svona vinalegt klapp á öxl.
Samtímis því eru svo hvítklæddar UNIFEM gyðjur að selja brjóst(bíddu nú við hvað er málið) og fá "fína fólkið"(hverjir eru það aftur) að labba Laugaveginn til að mótmæla ofbeldi á konum og safna peningum. Auk þess halda gyðjukvöld.
Bíddu, hvað á að gera við peningana. Setja í skrifstofukjaftæði og blaður á ráðstefnum sem engu skilar.
Það má ekki segja það upphátt en ég geri það samt.
Skamm Unifem fyrir yfirborðsmennsku og rugl

Nafnlaus sagði...

Úff, þetta er mál eftir mál eftir mál sem lýkur á þennan hátt að maður verður endalaust reiður. Svona dómar og lélegar skaðabætur eru móðgun. Auðvitað ættu þetta að vera 7-8 stafa tölur sem þeim er gert að greiða og fangelsisvist ætti að vera í samræmi við glæpinn. Ég veit dæmi um ofbeldismenn sem hafa barið konur út af heimilum sínum og fengið svo umgengnisrétt við börn sín í kjölfarið vegna þess að það er "réttur barnanna" að þekkja þá. Eigum við að fara út í kynferðisglæpi og sifjaspell og dóma í þeim málum....?

Vandamálið er að fordæmi er fyrir lágmarksdómum en það þarf náttúrlega að hækka þessa lágmarksdóma allverulega til að sjá breytingar á þessu endalausa óréttlæti.

Vona að pestin sé farin!

Máttur Kvenna sagði...

Sæl Beta, leyfði mér að vísa í þessa umræðu á blogginu mínu, www.berglindnanna.blog.is
Bestu kveðjur