laugardagur, júní 18, 2005

Bríet Bjarnhéðinsdóttir


Haustið 1887 fluttist Bríet til Reykjavíkur. Hún byrjaði að kenna börnum í heimahúsum þar sem konur voru enn ekki farnar að kenna við barnaskólana. Þá um veturinn, nánar tiltekið 28. desember hélt Bríet svo sinn fyrsta fyrirlestur sem var líka fyrsti fyrirlestur sem kona hélt á Íslandi og kallaðist hann Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna. Þóttu það mikil tíðindi hér á landi að kona skildi voga sér að halda fyrirlestur. Haustið 1888 giftist hún þáverandi ritstjóra Fjallkonunnar, Valdimar Ásmundssyni. Eignuðust þau tvö börn, Laufeyju og Héðinn. Árið 1895 stofnaði Bríet fyrsta kvennablaðið hér á landi og gaf hún það sjálf út til ársins 1919. Bríet hafði um langa ævi forustu í baráttu kvenna til náms, kosningaréttar og kjörgengis og opinberra starfa. Hún var fyrsti formaður Kvenréttindafélags Íslands, þ.e. frá árinu 1907-1928. Hún var um skeið bæjarfulltrúi í Reykjavík. Bríet lést í Reykjavík 1940.
Posted by Hello

Engin ummæli: