laugardagur, mars 31, 2007

Punktar.

Ætlaði, svona í panik og á síðustu stundu, að koma einum ungling til Svíþjóðar í páskaleyfi.

Á tugþúsundir punkta hjá Icelandair og hugsaði mér gott til glóðarinnar. En nei.

Nógu erfitt að komast úr landi með stuttum fyrirvara þó þú sért til í að borga í peningum meira en hundrað og áttatíuþúsund kallinn fyrir saga klass miða. Hvað þá ef þú ert að leita að ódýru fluggjaldi. Og aldeilis ómögulegt að þykjast ætla að nota punkta.

Bara hlegið að mér. Það þarf nefnilega góðan fyrirvara á punktanotkun. Ekki eitthvað sem hægt er að nota hvenær sem konu sýnist.

Það er gott að vera geggjað frjáls á innilokaðri eyju.

Engin ummæli: