mánudagur, apríl 02, 2007

Gin- og klaufa.

Fallegasti drengurinn í þessum aldursflokk, 2 ára, er kominn með gin og klaufaveikina.

Logi Bolti

Þetta lýsir sér í útbrotum á höndum og fótum. Getur líka borist í munninn. Mjög litlir rauðir dílar sem erfitt er að sjá. Vonandi sleppur Logi minn við að fá þetta í munninn.
Hann fær að snúllast heima með pabba sínum í dag. Ekki amaleg örlög það fyrir pabbastrákinn.

"Hand, foot and mouth disease" kallast þetta uppá ensku. Meðal dýra kallast þetta gin- og klaufaveiki. Hér á landi virðist notast við það nafn líka þegar börn eiga í hlut.

Það er eitthvað ferlega ósmekklegt við að kalla veikindi barna gin- og klaufaveiki.

Ég get svo svarið það að drengurinn er ekki með klaufir þó mamma hans sé róttækur femínisti og hann skírður eldi. En hann er samt smá klaufi.... stundum.

Það eru nokkrir læknar sammála mér um að það þurfi betra nafn!

Engin ummæli: