þriðjudagur, maí 01, 2007

Eins og allir góðir menn.

“Svo er ég gríðarlega vel giftur eins og allir góðir menn” sagði Lárus Welding eftir að hafa talið upp nám og fyrri störf frá því í gagnfræðiskóla. Hann var í viðtali hjá Íslandi í dag.

bilde
Inga Lind er alveg að slá í gegn. Asskoti er ég að verða hrifin af henni. Hún spurði um manninn Lárus Welding og fékk að vita að síðan í september á síðasta ári hafa kona hans og tvö börn búið hér á Íslandi, hann unnið úti en komið hingað mikið um helgar. "Þannig að ég er kannski soldið verið á leiðinni heim" sagði nýr bankastjóri Glitnis.

Þá spurði Inga Lind hann þessarar sígildu spurningar;
"En hvernig gengur að samræma atvinnulífið við fjölskyldulífið?" Sígild spurning fyrir konur sem komast til áhrifa.

Flott hjá Ingu Linda að spyrja líka gríðarlega vel gifta menn að þessu.

Enda svaraði Lárus; "það gengur bara ... Það gengur bara mjög vel. Náttúrulega með góðri samvinnu. Þannig að ... hérna maður er náttúrulega mikið í burtu en maður reynir náttúrulega að nýta tímann sem að við erum saman. Ég og konan mín vinnum bara mjög vel saman. Hún er minn aðal ráðgjafi í flestu sem ég geri þannig að" En þá var meðstjórnanda Ingu Lindar nóg boðið. Man ekki hvað hann heitir og þeim er greinilega sama þarna í Skaftahlíðinni því þeir söbba þetta fólk ekki. Allavega. Hann greip fram í fyrir Lárusi og fór að spyrja um Bjarna.

Engin ummæli: