Eldaði hinn vinsæla manngrjónagraut í morgun. Með kanilsykri og jarðaberjum.
Hann var góður.
Mannagrjón hef ég ekki fundið á Íslandi en fjölskyldan í Svíþjóð er dugleg að senda okkur grjónin.
Konur eru líka menn en margir karlar þingmenn.
Þetta gæti verið nýr málsháttur fyrir Góu.
Í gærkveldi bauð ég uppá pasta með eggjum, túnfisk , rauðlauk og ólívum. Það fannst okkur gott. Nema Loga. Hann vildi bara pastað með tómatsósu. Hann er krútt.
Það verður ekki sagt um Björn Inga og Óla Björn og Sigmar í Kastljósinu í gær. Ekkert krúttlegt við þá. Hvenær fáum við nóg af þessari einhæfu og karllægu sýn á málefni líðandi stundar?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli