fimmtudagur, maí 17, 2007

Í réttu ljósi.

Er ekki í neinu bloggstuði. Kosningar yfirstaðnar. Stjórnamyndunarsúrrealismi. Hvað getur kona sosum sagt? Ha?

Ótrúlegt hvað hægt er að æsa sig yfir Lalla Johns auglýsingunum - ég meina við erum með dæmdan þjóf á þingi. Hann fékk meira að segja góða kosningu. Réttarkerfið ver enn nauðgara og vinkona mín sem lenti inná sjúkrahúsi eftir barsmíðar á enn í vandræðum með að fá ofbeldismanninn kærðan. Það brotnuðu nefnilega engin bein. Nú er bráðum liðið ár og enn hefur manninum ekki verið birt kæra. Er ekki bara bull að segja eitthvað?

Hér eru í staðin myndir af familíunni. Það er eitthvað jákvætt og gott og hlýjar allavega mér um hjartarrætur.

P1000953



Ég á þessar dúllur allar. Máni, Sindri, Logi og Birta.

P1000927



Hér er hún Júdith amma mín bráðum níræð og mamma mín hún Anna.

P1000929

Hér er pabbi í kósíhorninu. Listaverkin eftir Birtu og Loga.

P1000958

Og hér börnin, sum fullorðin þó, með ömmu sinni og afa. Birta átti erfitt að líta af sjónvarpinu. Hún missti sig... en það kallar hún það þegar hún dettur út í einbeitingunni.

Og hér þau yngstu með langömmu sinni og ömmu. Mér finnst þetta svo fín mynd af því að Sindri er á leið útúr henni og allir hættir að pósa og mamma meira að segja að gretta sig eitthvað framan í mig.

P1000942

Engin ummæli: