mánudagur, júlí 16, 2007

Fyrsti dagur sumarfrís.

Hvernig eyðir kona fyrsta deginum í sumarfríinu?

gse_multipart21161 Jú, hún vaknar seint og les sunnudagsmoggann sem enginn tími var fyrir í gær. Þar les hún um bestu vinkonu sína, jetsetter og sjóræningja, Jóhönnu Kristjónsdóttir, og hvernig hún hefur stuðlað að breyttu lífi fyrir fátækustu konur og börn í Jemen. Hún stofnaði Fatímusjóðinn fyrir rúmlega tveimur árum og er markmið hans að styrkja konur og börn til náms.




Hér er partur úr greininni í Sunnudagsblaðinu eftir Fríðu Björnsdóttir:

Fyrir tilstilli Jóhönnu Kristjónsdóttur styðja nú fjölmargir Íslendingar
tæplega áttatíu börn til náms í Jemen og á þriðja tug kvenna sem njóta
fullorðinsfræðslu og kennslu í saumaskap. Upphafið að öllu
þessu má rekja til heimsóknar Jóhönnu fyrir nokkrum árum í
„ósköp venjulegt jemenskt þorp“ skammt norður af Sanaa, höfuðborg
Jemens. Þar kom til hennar ung stúlka með höfuðklút en
ekki blæju, sem þó er algengast á þessum slóðum. Hún ávarpaði Jóhönnu
á ensku og bauð henni að skoða búðina sína.
Þetta var Fatíma, 14 ára gömul.
Hún sagðist hafa orðið að hætta í skóla en hafði þá verið búin að ná
nokkuð góðum tökum á enskunni, enda kennslukonan hennar frábær
kennari. Enskuna hefði hún viljað læra af því að einhvern tíma
kæmu ferðamenn til Þúla og þá væri betra fyrir búðarkonuna litlu
að geta talað við þá. Fatíma sagði Jóhönnu líka að til þorpsins hefði
komið svissneskur auðkýfingur sem endaði með að styrkja frænku
hennar til náms. Hún væri nú í háskóla í Sanaa og ætlaði að verða
verkfræðingur. Kannski gæti hún sjálf orðið verkfræðingur eða
læknir einhvern tíma í framtíðinni. Jóhanna spurði hvort hún vonaðist
kannski eftir að efnaður útlendingur kæmi og frétti af henni.
Andlitið ljómaði: „Já, en ætli það gerist? Ég þori ekki að láta mig
dreyma um það. Er það ekki alveg óhugsandi?“

Ég hvet alla til að skoða þetta betur á Hugarflugi heimasíðu Jóhönnuferða. Það er hægt að senda frjáls framlög og hér er að finna reikningsnúmer. Ef við ætlum að gera heiminn að betri stað tel ég starfsemi af þessu tagi vænlegra til árangurs en langdrægar eldflaugar og barátta við öxulveldi hins illa sem virðist lifa góðu lífi í hausnum á Bush og hans líkum. Ég og Sindri erum afskaplega ánægð með að styrkja okkar konu; Zakya Ali Saad. Hún er 47 ára gömul ekkja, og á 9 börn. Hún vinnur við ræstingar og stundar námið samhliða. Ég dáist endalaust af dugnaði hennar við að búa sér og sínum betra líf. Hún er alvöru hetja.

Svo er líka hægt að skrá sig í VIMA og skella sér til dæmis í ferð til Íran.
Vinasambönd eru af hinu góða.

Eftir góðan morgun, við moggalesur og úttekt á uppsöfnuðum súdóku skammti, fórum við Birta og Logi og sóttum um nýja passa. Við ætlum nefnilega í ferðalag næsta mánudag.

Ath. skal að afgreiðsla þeirra er 10 dagar en ekki fimm eins og ég hafði talið mér trú um og þeir taka bara við greiðslu með debetkorti - ekki kredit. Örugglega svo maður fríki ekki á vísanu og stingi svo bara af til Ríó eða eitthvað.

Allavega. Fórum í IkEA og fengum okkur kjöttbullar með sultu og soðnum kartöflum. Alveg frábær matur fyrir börnin og 300 kall á kjaft. Ég er engin nískupúki en þetta finnst mér alveg frábært verð. Af hverju er þetta ekki svona annarstaðar? Eru þessar kjötbollur kannski bara eitthvað frat? Þær voru allavega frábærar á bragðið og í þessu fáu skipti sem börnin hreinsuðu diskinn. Við skoðuðum ekki einu sinni neitt í IKEA, enda fæ ég alltaf létt geðveikiskast þar inni. Sérstaklega þegar ég fatta að ég er farin að ganga í hringi og fæ á tilfinninguna að ég komist aldrei út. Nei, nú fórum við eingöngu til að borða.

En af því að þessi kona ég er komin í sumarfrí skreppur hún svo aðeins í vinnuna með börnin. Þar er þeim boðið uppá kleinuhring með karamellukremi. Meðan mamma líkur sínum málum. Þá fórum við í endurvinnsluna og losuðum okkur við tonn af Fréttablöðum, Blöðum, Moggum og Hagkaupsbæklingum. Hvað eru mörg tré í því?

SP_A0334



Hér gæða börnin sér að annarskonar nammi en íþróttanammi.

Svo skelltum við okkur í töfragarðinn hjá níræðum töffaranum ömmunni og langömmunni.
Rammgöldrótt úr Aðalvíkinni.

P1010607P1010644


Þar liggja álfar um allan garð og valmúinn blómstrar.

Það gera bóndarósinar hennar líka. Alveg rosalega flottar.


Bóndarós blómstar ekki í fimm ár eftir að hún hefur verið hreyfð. Ömmu rósir hafa blómstrað á hverju ári síðustu fimm ár.

Ég erfði skófíknina frá henni ömmu minni. Hún safnar meira að segja skóstyttum.


Það er hægt að skoða ævintýragarðinn hennar langömmu hér á flickr.

Eftir verslunarferð í Krónuna fórum við og heimsóttum annan töffara. Vinkonu mína og snilling. Hún býr líka í töfrahúsi og alltaf gaman að heimsækja. Logi steinsvaf reyndar í bílnum, alveg búinn eftir fjörið hjá langömmu. En okkur Birtu var boðið uppá te og köku og tröppurnar.

830227569_63e379a7d1

SP_A0337


EKJ fékk Mána til að sparka pípsjówi í vegginn milli borðstofu og eldhúss. Þetta er svona work in progress.
830225479_edd38160d3


Og af því að þetta er algjörlega að ná til mín, þetta innlitútlitveggfóðurs-tema, þá er hægt að skoða töfraheim Elísabetar J. hér á flickr.

Hún á líka álf, inní eldhúsi, og heila bók í skrifum undir indíánahöfðingja.

830188639_5f00357823

831063112_037f5a02ff

Síðan prófuðum við nokkrar bensínstöðvar þangað til við fundum eina við Háskólann sem enn átti heilt millistykki svo hægt væri að dæla lofti í bolta. Heim. Kvöldmatur var jógúrt og með. Klukkan að verða hálf ellefu en enginn sofnaður. En okkur til málsbóta erum við að leita að dverghamstrinum Lilju sem heitir víst Lísa núna. Hún komst nefnilega útúr búrinu sínu og líklegast að kanna ástand veggja hjá okkur. Er hægt að sofa vitandi af því að þetta kríli gæti skriðið uppí og bitið mann í tærnar. Ó, nei. Ég verð allavega andvaka þangað til kvikindið finnst.

Okey. Ástæðan fyrir því að þessi birtist ekki fyrr en eftir miðnætti er að ég fékk gesti. ógisslega gaman.

p.s. Lilja er fundin og komin aftur í búrið. Ég meina Lísa. Góða nótt.

Engin ummæli: