miðvikudagur, júlí 18, 2007

Kossageit

Jæja. Þá er ég orðin nokkuð vel kunnug læknavaktinni í Kópavogi og eins sjúkdómsheitum sem tengjast dýrum. Það er ekki langt síðan Logi fékk gin- og klaufaveikina og nú er hann með kossageit.

Hann fékk smá meiddi á hnakkann um helgina og nú er það orðið að svöðusári og fullt af nýjum sárum búin að spretta um allan líkamann á honum. Mjaðmir, bak, hendur, andlit.

Þessar myndir eru ekki fyrir viðkvæma.

P1010819

P1010809P1010790Það var fyrst í dag sem sárin tóku sprett og urðu svona ógnvænleg. Ég hélt að barnið væri fárveikt með blóðsýki eða að limir færu að detta af honum. En fékk ávísun á smyrsl og fúkkalyf hjá lækninum.

Málið leyst og allir glaðir.

P1010813

Eftir læknisferðina fékk Logi sér smá lúr á koddanum. Hann stóð sig afar vel hjá lækninum og kvaddi hana með handarbandi þegar við vorum búin. Samt þurfti hún að skoða ofaní kok hjá honum og í eyru. Honum fannst það ekkert sérstaklega gaman en sárin voru farin að pirra hann og ég held hann hafi alveg áttað sig á því að hún gæti hugsanlega lagað það.

Vinkona mín vill meina að þetta sé hamstrinum að kenna. Hann heitir núna Sara. Vinkonan vill meina að ég eigi að losa okkur við þennan hamstur sem fyrst. Ég er ekki alveg að geta horfst í augu við það. Birta dýrkar þennan hamstur og nefnir hann á hverjum degi, með mikilli ást og enn meiri fyrirhöfn, nýju fallegasta nafninu sem henni dettur í hug.

Hvernig í ósköpunum er hægt að eyðileggja það vegna vírusótta? Ég held að sár bróður hennar komi ekki til með að hjálpa. Birta hefur meira að segja verið til í að fórna honum fyrir hús og því örugglega til í að fórna honum fyrir hamsturinn.

Hér skoppar hún himinlifandi á nýja skoppboltanum. Saklaus og yndislega, óvitandi um hugsanleg örlög stærstu ástar hennar í dag. Söru.

P1010797P1010807

Engin ummæli: