fimmtudagur, september 20, 2007

Ertu femínisti?

Hafði gaman af því að skoða þessi brot úr heimildarmyndinni "I Was a Teenage Feminist".


Therese Shechter er heimildagerðarkona frá Brooklyn. I WAS A TEENAGE FEMINIST er fyrsta myndin hennar og er frá 2005.
Fyrsta brotið sýnir hóp af konum svara því hvort þær séu femínistar.

Seinna brotið er Therese að velta því fyrir sér hvað varð um hennar eigin femínisma. Hún var aktívur femínisti þegar táningur en um fertugt fattaði hún að hafa ekki hugsað um femínisma í mörg ár. Þá fór hún að velta því fyrir sér hvort hún hafi týnt femínismanum sínum og þeim krafti sem hann gaf henni, eða hvort femínisminn hennar hafi týnt henni. Mig langar að sjá þessa heimildarmynd og vita hver niðurstaða hennar varð.Á bloggsíðunni hennar Kötu vinkonu er athugasemd frá honum Þorgeiri um að það sé aðdáunarvert hvernig femínistabloggararnir Katrín Anna og Sóley haldi yfirvegun sinni þrátt fyrir bullið sem veltur yfir þær í kommentakerfum þeirra. Mér datt sú athugasemd í hug þegar ég sá þetta viðtal Ali G við kynjafræðinginn og femínistann, prófessor Solis. AliG undirstrikar enn og aftur að hann er ekki vitlaus og tekur fyrir allar klisjurnar um femínista og prófessor Solis tekur því með stóískri yfirvegun og dippu af húmor. Drepfyndið.Engin ummæli: