mánudagur, desember 26, 2005
Jól á Hávallagötu
Aþena mætti með hreindýrahorn og Nemo í jólasveinabúning!
Í matinn var aspassúpa með hvítlauksbrauði, hamborgarahryggur með sósu kartöflum, baunum, gulrótum og rauðrófum þar sem það var óvart keypt í staðinn fyrir rauðkál. Og svo var sítrónufrómas með súkkulaði, jarðaberjum, vínberjum og mandarínum í eftirrétt.
Svo voru teknir upp pakkar og mikið af þeim og var mikið fjör á þessum bæ.
Á jóladagsmorgun var afslöppuð stemming.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli